Manchester City áfram í 16 liða úrslitin | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 21:45 Raheem Sterling fagnar marki í kvöld. Vísir/EPA Manchester City tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Sevilla í kvöld. City-liðið hefur oft verið í vandræðum í Meistaradeildinni en nú er það hinsvegar fyrsta liðið ásamt Real Madrid til þess að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin. Manchester City hefur sex stiga forskot á Sevilla og verður alltaf ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Jafntefli Juventus og Borussia Mönchengladbach sá til þess að þýska liðið getur heldur ekki náð City. Manchester City skoraði öll þrjú mörkin sín í leiknum á fyrstu 36 mínútum leiksins. Raheem Sterling kom Manchester City yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar hann fékk frábæra sendingu inn í teiginn frá Fernandinho. Sterling varð um leið yngsti markaskorari City-liðsins í Meistaradeildinni eða aðeins 20 ára og 330 daga. Það liðu bara þrjár mínútur þar til að Fernandinho var búinn að skora sjálfur en Raheem Sterling spilaði þá Wilfried Bony fríann og Fernandinho fylgdi á eftir skoti Bony sem var varið. Manchester City hafði mikla yfirburði á upphafsmínútunum leiksins og Jesús Navas átti skot sem Rica varði í stöngina og út á 13. mínútu. Það stefndi því allt í stórsigur gestanna en Sevilla menn vöknuðu af værum blundi og fóru að ógna meira. Benoit Trémoulinas minnkaði muninn í 2-1 á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir laglega sókn og frábæran undirbúning hjá Coke. Heimamenn fengu frábært færi til að jafna metin áður en Wilfried Bony komo City-liðinu í 3-1 á 36. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jesús Navas, sem spilaði í tíu ár með Sevilla. Raheem Sterling var í feiknaformi í kvöld og lagði upp færi fyrir bæði Fernandinho og Wilfried Bony á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Manchester City fékk fleiri færi til þess að gulltryggja sigurinn sem var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum.Raheem Sterling kemur City í 1-0 Fernandinho skorar fyrir Manchester City Sevilla minnkar muninn í 2-1 á móti Man. City Wilfried Bony skorar þriðja mark City Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira
Manchester City tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-1 útisigur á Sevilla í kvöld. City-liðið hefur oft verið í vandræðum í Meistaradeildinni en nú er það hinsvegar fyrsta liðið ásamt Real Madrid til þess að tryggja sig inn í sextán liða úrslitin. Manchester City hefur sex stiga forskot á Sevilla og verður alltaf ofar á betri árangri í innbyrðisleikjum. Jafntefli Juventus og Borussia Mönchengladbach sá til þess að þýska liðið getur heldur ekki náð City. Manchester City skoraði öll þrjú mörkin sín í leiknum á fyrstu 36 mínútum leiksins. Raheem Sterling kom Manchester City yfir strax á áttundu mínútu leiksins þegar hann fékk frábæra sendingu inn í teiginn frá Fernandinho. Sterling varð um leið yngsti markaskorari City-liðsins í Meistaradeildinni eða aðeins 20 ára og 330 daga. Það liðu bara þrjár mínútur þar til að Fernandinho var búinn að skora sjálfur en Raheem Sterling spilaði þá Wilfried Bony fríann og Fernandinho fylgdi á eftir skoti Bony sem var varið. Manchester City hafði mikla yfirburði á upphafsmínútunum leiksins og Jesús Navas átti skot sem Rica varði í stöngina og út á 13. mínútu. Það stefndi því allt í stórsigur gestanna en Sevilla menn vöknuðu af værum blundi og fóru að ógna meira. Benoit Trémoulinas minnkaði muninn í 2-1 á 25. mínútu með skalla af stuttu færi eftir laglega sókn og frábæran undirbúning hjá Coke. Heimamenn fengu frábært færi til að jafna metin áður en Wilfried Bony komo City-liðinu í 3-1 á 36. mínútu eftir flottan undirbúning frá Jesús Navas, sem spilaði í tíu ár með Sevilla. Raheem Sterling var í feiknaformi í kvöld og lagði upp færi fyrir bæði Fernandinho og Wilfried Bony á upphafsmínútum seinni hálfleiksins. Manchester City fékk fleiri færi til þess að gulltryggja sigurinn sem var aldrei í mikilli hættu í seinni hálfleiknum.Raheem Sterling kemur City í 1-0 Fernandinho skorar fyrir Manchester City Sevilla minnkar muninn í 2-1 á móti Man. City Wilfried Bony skorar þriðja mark City
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Sjá meira