Sjálfakandi framtíðarsýn Benz í Tókýó Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 10:45 Sannarlega framúrstefnulegur bíll. Autonews Mercedes Benz kynnti þennan strumpastrætó á bílasýningunni í Tókýó, sem hófst um miðja síðustu viku. Þarna fer straumlínulagaður afar tæknivæddur bíll sem farþegar hans þurfa ekki að aka, heldur fremur leika sér í öllum tæknibúnaðinum sem í bílnum er. Grill bílsins er upplýst og á að skipta litum eftir því sem hverskonar tónlist farþegar hansvelja sér. Ytra útlit bílsins er naumhyggjulegt og einfalt en afar straumlínulagað. Innanrýmið er hinsvegar afar þægilegt fyrir þá 5 farþega sem bíllinn tekur. Farþegarnir ganga inn um vængjahurð og setjast ekki í hefðbundin bílsæti heldur afar þægilega bekki sem líkjast frekar sófum. LED skjáir eru innan í hliðum bílsins til afþreyingar fyrir farþegana og sci-fi holographic afþreyingarkerfi er einnig í bílnum. Ef í einhverjum tilvikum þurfi einhver að aka bílnum sprettur fram stýri og bílstjórasæti úr einum sófanum. Drifrás bílsins samanstendur bæði af vetnisbrennadi mótor og rafmótorum með 980 km drægni og 190 km þess eingöngu á rafmagni. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Mercedes Benz kynnti þennan strumpastrætó á bílasýningunni í Tókýó, sem hófst um miðja síðustu viku. Þarna fer straumlínulagaður afar tæknivæddur bíll sem farþegar hans þurfa ekki að aka, heldur fremur leika sér í öllum tæknibúnaðinum sem í bílnum er. Grill bílsins er upplýst og á að skipta litum eftir því sem hverskonar tónlist farþegar hansvelja sér. Ytra útlit bílsins er naumhyggjulegt og einfalt en afar straumlínulagað. Innanrýmið er hinsvegar afar þægilegt fyrir þá 5 farþega sem bíllinn tekur. Farþegarnir ganga inn um vængjahurð og setjast ekki í hefðbundin bílsæti heldur afar þægilega bekki sem líkjast frekar sófum. LED skjáir eru innan í hliðum bílsins til afþreyingar fyrir farþegana og sci-fi holographic afþreyingarkerfi er einnig í bílnum. Ef í einhverjum tilvikum þurfi einhver að aka bílnum sprettur fram stýri og bílstjórasæti úr einum sófanum. Drifrás bílsins samanstendur bæði af vetnisbrennadi mótor og rafmótorum með 980 km drægni og 190 km þess eingöngu á rafmagni.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira