Renaultsport RS 01 of fljótur fyrir GT3 Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 09:09 Renaultsport RS 01. Autoblog Renaultsport sportbíladeild franska bílaframleiðandans Renault kynnti bílinn Renaultsport RS 01 í fyrra og var þeim bíl ætlað að leysa af hólmi Mégane Trophy bílinn í Renault World Series og GT3 keppnisröðina. Það hefur hinsvegar komið í ljós að bíllinn er alltof snöggur og hraðskreiður fyrir GT3 keppnisröðina og því hefur Renualtsport þurft að gera ýmsar breytingar, sem flestum þætti óæskilegar, til að gera bílinn hægari og löglegan í GT3. Renaultsport RS 01 er í grunninn ógnarléttur með koltrefjayfirbyggingu frá Dallara. Hann er með 3,8 lítra vél með tveimur forþjöppum sem framleidd er af Nismo og fyrirfinnst einnig í Nissan GT-R bílnum og er því ógnaröflugur. Renaultsport hefur því þurft að þyngja bílinn um 150 kíló, skipta keramikbremsunum út fyrir þyngri bremsur, hækka bílinn frá vegi og gera vindstuðul hans verri og niðurþrýsting vindkljúfanna minni. Hreint ótrúlegt að vera með frábæran bíl í höndunum og þurfa svo að draga verulega úr getu hans fyrir reglurnar í GT3 keppnisröðinni. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent
Renaultsport sportbíladeild franska bílaframleiðandans Renault kynnti bílinn Renaultsport RS 01 í fyrra og var þeim bíl ætlað að leysa af hólmi Mégane Trophy bílinn í Renault World Series og GT3 keppnisröðina. Það hefur hinsvegar komið í ljós að bíllinn er alltof snöggur og hraðskreiður fyrir GT3 keppnisröðina og því hefur Renualtsport þurft að gera ýmsar breytingar, sem flestum þætti óæskilegar, til að gera bílinn hægari og löglegan í GT3. Renaultsport RS 01 er í grunninn ógnarléttur með koltrefjayfirbyggingu frá Dallara. Hann er með 3,8 lítra vél með tveimur forþjöppum sem framleidd er af Nismo og fyrirfinnst einnig í Nissan GT-R bílnum og er því ógnaröflugur. Renaultsport hefur því þurft að þyngja bílinn um 150 kíló, skipta keramikbremsunum út fyrir þyngri bremsur, hækka bílinn frá vegi og gera vindstuðul hans verri og niðurþrýsting vindkljúfanna minni. Hreint ótrúlegt að vera með frábæran bíl í höndunum og þurfa svo að draga verulega úr getu hans fyrir reglurnar í GT3 keppnisröðinni.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent