Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi, sem hún beinir til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, og spyr hvort hann hyggist biðjast afsökunar á ákvörðunum íslenskra stjórnvalda í aðdraganda Íraksstríðsins.
Hún bendir á í fyrirspurn sinni að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi beðist afsökunar á rangri upplýsingagjöf til bresks almennings í aðdraganda stríðsins.
Svandís vill því vita hvort Sigmundur ætli að gangast fyrir sambærilegri afsökunarbeiðni stjórnvalda til Íslendinga, þar sem sömu blekkingar hafi verið nýttar til að skipa íslenska ríkinu í hóp stuðningsríkja gegn Írak.
