Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir hefur framlengt samningi sínum við sænska félagið Eskilstuna United.
Þessi tvítuga stúlka var að klára sitt fyrsta tímabil hjá félaginu þar sem hún stóð sig frábærlega. Hún var ein þriggja leikmanna sem spilaði allar mínútur liðsins í sænsku úrvalsdeildinni.
Glódís er þegar orðin reynslumikil því hún hefur spilað 34 landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.
Nýi samningurinn er til eins árs og Glódís er ánægð með hann.
„Ég er mjög ánægð með þetta og hlakka til að vera hluti af liðinu eitt ár í viðbót. Þetta er gott félag sem hefur góða framtíðarmöguleika," sagði Glódís við heimasíðu félagsins.
