Í miðjum fagnaðarlátunum tók sænski varnarmaðurinn Mikael Dorsin hljóðnemann til sín og leiddi magnaðan fjöldasöng á Lerkendal sem var auðvitað fullur í kvöld.
Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var heldur betur í stuði, en þessi fimmtugi þjálfari steig trylltan dans eins og hann væri á diskóteki í æskulýðsmistöð.
Okkar menn sjást nú ekki vel í myndbandinu, en þennan flotta fjöldasöng og danstakta Kára má sjá hér að neðan.