Fótbolti

Sjáðu þjálfara Hólmars og Matta stíga trylltan dans | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári fagnar vel og innilega.
Kári fagnar vel og innilega. mynd/skjáskot
Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson, leikmenn Rosenborg, fögnuðu Noregsmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi í kvöld. Rosenborg var fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í deildinni en fékk bikarinn afhentan í kvöld eftir síðasta heimaleikinn.

Í miðjum fagnaðarlátunum tók sænski varnarmaðurinn Mikael Dorsin hljóðnemann til sín og leiddi magnaðan fjöldasöng á Lerkendal sem var auðvitað fullur í kvöld.

Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var heldur betur í stuði, en þessi fimmtugi þjálfari steig trylltan dans eins og hann væri á diskóteki í æskulýðsmistöð.

Okkar menn sjást nú ekki vel í myndbandinu, en þennan flotta fjöldasöng og danstakta Kára má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×