Ingvar Jónsson hélt marki sínu hreinu þegar Sandnes Ulf vann 1-0 sigur á Ranheim í lokaumferð norsku B-deildarinnar í fótbolta í dag.
Sandnes endaði í 7. sæti og missti af sæti í umspili um sæti í efstu deild á markatölu. Úlfarnir höfðu tapað þremur leikjum í röð áður en leiknum í dag kom.
Ingvar spilaði 15 leiki með Sandnes á tímabilinu en hann tók við markmannsstöðunni af landa sínum, Hannesi Þór Halldórssyni, eftir að hann fór til NEC Nijmegen í Hollandi.
Ólafur Karl Finsen sat allan tímann á varamannabekknum hjá Sandnes en hann spilaði aðeins fimm leiki á tímabilinu, engan þeirra í byrjunarliði.

