Anna Wintour gefur Zoolander góð ráð Ritstjórn skrifar 19. nóvember 2015 17:45 Skjáskot Það vakti heldur betur athygli þegar leikarnir Ben Stiller og Owen Wilson stormuðu út á tískupallinum fyrir tískuhúsið Valentino í París í vor en þar voru þeir í hlutverki fyrirsætnana Derek Zoolander og Hansel. Ástæðan voru tökur á framhaldsmyndinni, Zoolander 2, sem verður frumsýnd í febrúar næstkomandi. Í tilefni þess að fyrsta stiklan úr myndinni leit dagsins ljós í gær birti Vogue myndband á síðunni sinni sem sýnir félagana leita ráða hjá ritstjóranum, Önnu Wintour, rétt áður en þeir gengu út á pallinn. "Venjulega geng ég hægri, vinstri, hægri, vinstri, hægri, vinstri en í dag var ég að spá í að byrja á vinstri til að heiðra það hvernig sólin gengur," segir Zoolander og setur upp sinn fræga stút. Horfðu á myndbandið til að sjá hvernig viðtökur Zoolander og Hansel fá hjá sjálfri Wintour. Félagarnir Zoolander og Hansel á tískupallinum fyrir Valentino.Glamour/GettyWatch this on The Scene. Mest lesið Með toppinn í lagi Glamour Chanel búð fyrir alla Glamour David Beckham gerir húðvörur fyrir karlmenn Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Smáatriðin í aðalhlutverki hjá Dior Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Hárið sem stjörnurnar elska Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour
Það vakti heldur betur athygli þegar leikarnir Ben Stiller og Owen Wilson stormuðu út á tískupallinum fyrir tískuhúsið Valentino í París í vor en þar voru þeir í hlutverki fyrirsætnana Derek Zoolander og Hansel. Ástæðan voru tökur á framhaldsmyndinni, Zoolander 2, sem verður frumsýnd í febrúar næstkomandi. Í tilefni þess að fyrsta stiklan úr myndinni leit dagsins ljós í gær birti Vogue myndband á síðunni sinni sem sýnir félagana leita ráða hjá ritstjóranum, Önnu Wintour, rétt áður en þeir gengu út á pallinn. "Venjulega geng ég hægri, vinstri, hægri, vinstri, hægri, vinstri en í dag var ég að spá í að byrja á vinstri til að heiðra það hvernig sólin gengur," segir Zoolander og setur upp sinn fræga stút. Horfðu á myndbandið til að sjá hvernig viðtökur Zoolander og Hansel fá hjá sjálfri Wintour. Félagarnir Zoolander og Hansel á tískupallinum fyrir Valentino.Glamour/GettyWatch this on The Scene.
Mest lesið Með toppinn í lagi Glamour Chanel búð fyrir alla Glamour David Beckham gerir húðvörur fyrir karlmenn Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Smáatriðin í aðalhlutverki hjá Dior Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Hárið sem stjörnurnar elska Glamour Þemað fyrir Met Gala 2017 loksins tilkynnt Glamour Bláir og fjólubláir varalitir í samstarfi Balmain og L'Oréal Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour