"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2015 13:04 Heiða Kristín og Bjarni Benediktsson. Vísir/Pjetur „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira