Frosti er spáð hér á Íslandi í dag og nótt, en reiknað er með að veðrið muni taka nokkrum stakkaskiptum á morgun. Þá kemur hlý vestanátt upp að landinu og mun hlána við vesturströndina upp úr hádegi. Hins vegar er von á snjókomu vestantil í fyrramálið, en það mun breytast í rigningu undir kvöldið.
Í dag er gert ráð fyrir él á norðan- og austanverðu landinu.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að kalda loftið muni sitja sem fastast yfir austanverðu landinu og að þar muni ekki hlýna fyrr en á laugardag.
Horfur næstu daga
Á laugardag:
Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Bjart með köflum og frost víða 2 til 8 stig, en hiti 1 til 5 stig við V-ströndina.
Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp með súld V-lands þegar líður á daginn. Hlýnandi veður, hiti víða 1 til 6 stig síðdegis.
Á mánudag:
Gengur í suðvestan 8-15 m/s með rigningu í flestum landshlutum, einkum SV-til, en hvessir frekar um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag:
Snýst í hvassa norðlæga átt með snjókomu um landið N-vert, en léttir til syðra. Kólnar í veðri.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir minnkandi norðlæga átt og kólnandi veður með éljum fyrir norðan, en áfram bjart sunnanlands.
