Áætlunin úr skorðum Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 29 af 127 þingmálum ríkisstjórnarinnar eru komin til þings. Þrátt fyrir málaþurrð helst starfsáætlun þingsins ekki sem samþykkt var af öllum flokkum. vísir/ernir Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“ Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fer ekki fram í þingsal næstkomandi fimmtudag eins og áætlun þingsins gerði ráð fyrir. Fjárlagafrumvarpið berst ekki fjárlaganefnd í tæka tíð svo hægt sé að vinna það fyrir þann tíma. Þetta er mat Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru ellefu þingdagar eftir þar til þingið fer í jólafrí. Fréttablaðið hefur greint frá því að aðeins 29 þingmál ríkisstjórnarinnar séu komin til þings en ríkisstjórnin áætlaði að koma 129 málum til þings fyrir jólafrí. Oddný Harðardóttir segir lítið að gerast í þinginu og því sé það skandall að þurfa að fresta umræðu um fjárlög vegna seinagangs.Oddný Harðardóttir„Við erum enn að bíða eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það hefur ekkert komið frá henni. Ekkert hefur komið heldur frá menntamálaráðherra né iðnaðar- og viðskiptaráðherra,“ segir Oddný. „Síðan bíðum við nú eftir tillögum frá ríkisstjórn um breytingar á fjárlögum. Við vitum ekki hvar áherslur hennar eru. Það er því ljóst að ef önnur umræða dregst þá lendum við í tímahraki við að afgreiða þessi frumvörp fyrir jól. Við viljum ekki lenda í því sem nú er að raungerast því það kemur niður á vinnu þingsins. Í rauninni er þetta bullandi skandall og heimatilbúinn vandi verklausrar ríkisstjórnar.“Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndarVigdís Hauksdóttir segir ekki við fjárlaganefnd að sakast í þessum efnum. Starfsáætlun þingsins sé alltaf sett upp en aldrei náist að standa við hana. „Það er alveg ljóst að þegar um svo mikilvægt frumvarp er að ræða, eins og fjárlög hvers árs eru, munum við í fjárlaganefnd taka okkar tíma við að vinna í frumvarpinu, bæði við álit nefndarinnar sem og breytingartillögur,“ segir Vigdís. „Það er því alveg ljóst í mínum huga að umræður munu ekki fara fram í næstu viku um fjárlög og því gengur dagskráin ekki upp. Ég ítreka að það er mjög mikilvægt að fjárlaganefnd taki sér tíma til að vinna sína vinnu vel og af festu.“
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira