Íslendingar þurfi að vera á varðbergi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2015 19:34 Ólöf Nordal vísir/anton brink Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu