ÍR-ingar tilkynntu í kvöld að þjálfari körfuboltaliðs félagsins, Bjarni Magnússon, væri hættur.
Bjarni var á sínu öðru tímabili með félagið. Það lenti í 10. sæti í Dominos-deildinni í fyrra og sitja í tíunda sæti deildarinnar núna.
ÍR hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum í deildinni og hafa ekki litið vel út.
ÍR-ingar töpuðu síðasta leik sínum í deildinni gegn Haukum með 52 stiga mun og það varð síðasti leikur Bjarna með liðið.
Leit er hafin að eftirmanni Bjarna en næsti leikur ÍR er gegn Njarðvík á miðvikudag.
Bjarni hættur með ÍR

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 57-109 | Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum
Haukar gjörsamlega slátruðu ÍR-ingum 109-57, í Dominos-deild karla í kvöld. ÍR-ingar gátu hreinlega ekki neitt í kvöld og ein versta frammistaða liðsins á tímabilinu staðreynd. Haukar voru aftur á móti frábærir.