Alþingi að falla á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 19:27 Katrín Jakobsdóttir. vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“ Alþingi Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“
Alþingi Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira