„Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Engin ástæða eða orsök getur réttlætt morð á saklausu fólki. Samkvæmt boði Íslam jafngildir morð á saklausum manni því að hafa myrt allt mannkyn.“
129 manns létu lífið í samræmdum árásum í París síðastliðið föstudagskvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið segja árásina hafa verið á sínum vegum.
„Hugur okkar er hjá fjölskyldum allra fórnarlambanna, ættingjum þeirra og vinum,“ segir í yfirlýsingunni.