„Ég þarf að minna mig á að hver karl stendur fyrir sjálfan sig en ekki alla kynbræður sína“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 11:18 Sigþrúður Guðmundsdóttir. vísir/gva „Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í alhæfingarvanda með múslima en ég á stundum í þess háttar vanda með karlmenn. Ég vinn í húsi þar sem ég heyri sögur hundraða kvenna sem hafa verið misnotaðar og beittar ofbeldi af karlmönnum. Sumar "bara" af einum karli en líklega flestar, þegar vel er gáð, af mörgum körlum yfir ævina.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fræðslu- og framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins sem hún setti á síðu sína í gær. Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt tæplega 300 sinnum. Í færslunni setur Sigþrúður ótta fólks við múslima í samhengi við þann ótta við karlmenn sem hún segist þekkja en hún segir meðal annars: „Ekki halda að ég þekki ekki vandann sem felst í því að minnihluti hóps hagar sér á þann hátt að það er erfitt að láta það ekki hafa áhrif á það hvernig ég lít á allan hópinn. Ég veit alveg hvernig það er að vera næstum dottin í gryfjuna "konur sem hata karla" og ég veit að það er á mína ábyrgð að passa að ég lendi ekki þar. Ég þarf að minna mig á að hver karl stendur fyrir sjálfan sig en ekki alla kynbræður sína.“ Sigþrúður telur síðan upp ýmsa menn í sínu lífi og tekur dæmi um góðmennsku þeirra. Segir hún að hún verði að muna eftir því að þeir séu ekki fulltrúi allra þeirra karla sem nauðga og niðurlægja. Á sama hátt séu hryðjuverkamennirnir í París ekki fulltrúar allra múslima en Sigþrúður lýkur langri færslu sinni á þessum orðum: „Að tengdasonurinn minn er meiri fulltrúi karla þegar hann pantar einhvern fallegan óþarfa á netinu handa kærustunni sinni og komandi syni heldur en karlinn sem meinar konunni sinni um að gefa barni sínu brjóst. Með öðrum orðum; hafa í huga að meirihluti karla eru góðar manneskjur. Á sama hátt má hafa í huga að þetta glaðværa og gestrisna fólk á myndunum; flissandi skólastúlkur, fjölskyldur á ferðalagi, konurnar í Isfahan, brosandi mótorhjólatöffararar, öðlingurinn Muhamed bílstjóri og stoltur pabbi á basaarnum, eru meiri og betri fulltrúar múslima en þeir sem skipulögðu, framkvæmdu og fagna grimmdarverkunum í París. Eru bara venjulegt fólk sem þykir vænt um krakkana sína, borðar kökur og fer í ferðalög en finnst best að koma heim eins og okkur hinum. Mér finnst allavega gott að hugsa þetta svona.“ Færslu Sigþrúðar má sjá í heild sinni hér að neðan.Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í...Posted by Sigþrúður Guðmundsdóttir on Sunday, 15 November 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
„Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í alhæfingarvanda með múslima en ég á stundum í þess háttar vanda með karlmenn. Ég vinn í húsi þar sem ég heyri sögur hundraða kvenna sem hafa verið misnotaðar og beittar ofbeldi af karlmönnum. Sumar "bara" af einum karli en líklega flestar, þegar vel er gáð, af mörgum körlum yfir ævina.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fræðslu- og framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins sem hún setti á síðu sína í gær. Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt tæplega 300 sinnum. Í færslunni setur Sigþrúður ótta fólks við múslima í samhengi við þann ótta við karlmenn sem hún segist þekkja en hún segir meðal annars: „Ekki halda að ég þekki ekki vandann sem felst í því að minnihluti hóps hagar sér á þann hátt að það er erfitt að láta það ekki hafa áhrif á það hvernig ég lít á allan hópinn. Ég veit alveg hvernig það er að vera næstum dottin í gryfjuna "konur sem hata karla" og ég veit að það er á mína ábyrgð að passa að ég lendi ekki þar. Ég þarf að minna mig á að hver karl stendur fyrir sjálfan sig en ekki alla kynbræður sína.“ Sigþrúður telur síðan upp ýmsa menn í sínu lífi og tekur dæmi um góðmennsku þeirra. Segir hún að hún verði að muna eftir því að þeir séu ekki fulltrúi allra þeirra karla sem nauðga og niðurlægja. Á sama hátt séu hryðjuverkamennirnir í París ekki fulltrúar allra múslima en Sigþrúður lýkur langri færslu sinni á þessum orðum: „Að tengdasonurinn minn er meiri fulltrúi karla þegar hann pantar einhvern fallegan óþarfa á netinu handa kærustunni sinni og komandi syni heldur en karlinn sem meinar konunni sinni um að gefa barni sínu brjóst. Með öðrum orðum; hafa í huga að meirihluti karla eru góðar manneskjur. Á sama hátt má hafa í huga að þetta glaðværa og gestrisna fólk á myndunum; flissandi skólastúlkur, fjölskyldur á ferðalagi, konurnar í Isfahan, brosandi mótorhjólatöffararar, öðlingurinn Muhamed bílstjóri og stoltur pabbi á basaarnum, eru meiri og betri fulltrúar múslima en þeir sem skipulögðu, framkvæmdu og fagna grimmdarverkunum í París. Eru bara venjulegt fólk sem þykir vænt um krakkana sína, borðar kökur og fer í ferðalög en finnst best að koma heim eins og okkur hinum. Mér finnst allavega gott að hugsa þetta svona.“ Færslu Sigþrúðar má sjá í heild sinni hér að neðan.Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í...Posted by Sigþrúður Guðmundsdóttir on Sunday, 15 November 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34