Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur segir að forsætisráðherrar tali öðruvísi sín á milli en opinberlega. Hér er hann ásamt breska kollega sínum. VÍSIR/STEFÁN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara. Hryðjuverk í París Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara.
Hryðjuverk í París Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira