Vopnin mega ekki vera hlaðin Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna „Sjálfur hef ég margítrekað ferðast inn og út af Schengen-svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock-skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifaði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Samgöngustofa hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í viðauka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Sjálfur hef ég margítrekað ferðast inn og út af Schengen-svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock-skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifaði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Samgöngustofa hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í viðauka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13