Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2015 19:13 Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Sjá meira
Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47