Sport

Eygló Ósk með Íslandsmet í baksundi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eygló setti sitt fyrsta Íslandsmet um helgina í baksundi.
Eygló setti sitt fyrsta Íslandsmet um helgina í baksundi. vísir/stefán
Eygló Ósk Gústafsdóttir, úr Ægi, setti Íslandsmet 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem haldið er í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Hrafnhildur Lúthersdóttir hafði verið stjarna helgarinnar hingað til, en hún hafði slegið fimm Íslandsmet. Eygló sló sitt fyrsta Íslandsmet þessa helgina nú rétt í þessu.

Eygló synti í mark á 58,40 sekúndum í 100 metra baksundi, en hún átti einnig gamla metið. Þá kom hún í mark á 58;58, en það var einmitt á þessu sama móti í fyrra sem hún setti það met. Steingerður Hauksdóttir kom önnur í mark.

Aron Örn Stefánsson vann gull í 100 metra skriðsundi karla, Karen Sif Vilhjálmsdóttir í 100 metra skriðsundi kvenna og Kristinn Þórarinsson í 100 metra baksundi karla. Þá vann Viktor Máni Vilbergsson gull í 50 metra bringusundi karla.


Tengdar fréttir

SH með tvö Íslandsmet | Fimmta met Hrafnhildar

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er hvergi nærri hætt að slá Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallarlaug um helgina.

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi

Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×