Forysta Samfylkingarinnar þarf að líta í eigin barm Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2015 13:11 Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Mynd/Eva Bjarnadóttir Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira