Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 10:47 Isobel Bowdery lýsir hryllingnum sem hún varð vitni af inni á Bataclan. Mynd/Facebook Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14
Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03