Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2015 19:15 Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“ Hryðjuverk í París Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“
Hryðjuverk í París Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira