Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP21, mun hefjast þann 30. nóvember líkt og áætlað var. Ýmsir efuðust um að ráðstefnan yrði haldin í kjölfar árásanna sem áttu sér stað í frönsku höfuðborginni í gærkvöldi. AFP greinir frá.
„COP21 verður að fara fram,“ segir Laurent Fabius utanríkisráðherra Frakklands. Hann bætti því hins vegar við að bætt yrði í varúðarráðstafanir vegna atburðanna.
Ráðstefnan hefst 30. nóvember og mun standa til 11. desember. Vonast er til þess að þjóðir heimsins komi sér saman um markmið til að sporna við hlýnun jarðar.
Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna mun fara fram

Tengdar fréttir

Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina
Mannskæðustu hryðjuverk í Evrópu frá árinu 2004 áttu sér stað í Frakklandi í gær.

Samúðarkveðja forseta Íslands: Árás á siðmenningu okkar tíma
Forseti Íslands hefur í dag sent forseta Frakklands François Hollande samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna hinnar hræðilegu hryðjuverkaárásar í París.

„Ekki á hverjum degi sem Sigmundur Davíð hleypur í fangið á ESB til að réttlæta gjörðir sínar“
„Lækkun um fjörutíu prósent er örugglega sú tala við þurfum. Það ætti að vera hin sanna tala,“ segir Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands

Horreur: Forsíður frönsku blaðanna
Frönsk dagblöð eru á einu máli.

Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn
Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi.