Í lok hvers þáttar af Körfuboltakvöldi er gripið til framlengingar þar sem fimm umræðuefni eru rædd á fimm mínútum.
Í fyrrakvöld voru umræðuefnin Kanaskiptin hjá FSu, hver sé bestur í deildinni hingað til, ætti Margrét Kara að vera í landsliðshópnum, á Þór Þorlákshöfn möguleika á tilti og hvort að Snæfell sé búið að útiloka fall?
Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Fannar Ólafsson fóru vel yfir málin í gær og niðurstöður þeirra má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Körfuboltakvöld er á dagskrá eftir hverja umferð í Dominos-deild karla á Stöð 2 Sport.
