Körfubolti

DeMarcus, LeBron og Westbrook í stuði í nótt | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron fagnar í leiknum í nótt.
LeBron fagnar í leiknum í nótt. vísir/getty
Russell Westbrook var í stuði fyrir Oklahoma City í nótt, en Oklahoma vann sautján stiga sigur á Philadelphia 102-85. Russell gerði þrefalda tvennu; 21 stig, 17 fráköst og 11 stoðsendingar.

Þetta var þriðji sigurleikur Oklahoma í röð, en það gengur ekki né rekur hjá Philadelphia sem tapaði sínum níunda leik í röð. Þeir hafa ekki unnið leik á tímabilinu, en stigahæstur hjá þeim var Christian Wood með fimmtán stig.

Cleveland vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið vann sex stiga sigur á New York. LeBron James var í stuði sem fyrr og skoraði 31 stig fyrir Cleveland og gaf sex stoðesndingar, en Cleveland var 72-66 undir fyrir lokaleikhlutann.

Þar snéru þeir við blaðinu og unnu sinn áttunda leik í röð, en New York hefur unnið fjóra af fyrstu tíu leikjunum. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá New York með 26 stig.

Maður næturinnar var þó líklega DeMarcus Cousins sem lék á alls oddi í sigri Sacramento á Brooklyn, en hann skoraði 40 stig og tók þrettán fráköst í tveggja stiga sigri á Brooklyn, 111-109.

Sacramento hefur aðeins unnið þrjá fyrstu leiki sína af sjö, en Brooklyn aðeins unnið einn af fyrstu átta. Ekki góð byrjun hjá þessum tveimur liðum.

Öll úrslit næturinnar auk skemmtilegra myndbanda má sjá hér að neðan.

Öll úrslit næturinnar:

Minnesota - Indiana 103-107

Utah - Orlando 93-102

Atlanta - Boston 93-106

Cleveland - New York 90-84

New Orleans - Toronto 81-100

Charlotte - Chicago 97-102

Philadelphia - Oklahoma 85-102

Portland - Memphis 100-101

LA Lakers - Dallas 82-90

Houston - Denver 98-107

Brooklyn - Sacramento 109-111

Mögnuð tilþrif LeBron: Meira gúmmelaði frá LeBron og félögum: Carmelo reyndist Cleveland erfiður í nótt, þá sérstaklega í fyrri hálfleik: Hörð barátta Paul George og Andrew Wiggings í nótt:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×