Barack Obama heitir Frökkum stuðningi Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2015 23:09 Obama heitir Frökkum öllum stuðningi hugsanlegum. Nýjustu fréttir herma að skotið hafi verið á gísla og þeir drepnir í tónleikahöll í París. Barack Obama forseti Bandaríkjanna flutti nú fyrir skömmu ávarp þar sem hann hét Frökkum stuðningi. Efnislega sagði hann að árásirnar í París væru enn eitt dæmið um það þegar óbreyttum borgurum væri ógnað og Bandaríkjamenn þekktu það. Samkvæmt CNN eru nú að minnsta kosti 60 manns látnir í árásum í París, þetta virðast skipulagðar árásir. Gíslum er nú haldið í tónleikahöll þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death voru með tónleika. Á CNN er nú verið að ræða við vitni sem segist hafa séð látið fólk þar á vettvangi, um tuttugu sem voru látnir og aðrir alvarlega slasaðir. Árásarmennirnir voru ekki með grímur, vitnið sá einn þeirra og hann var mjög ungur, rúmlega tvítugur með Kalsnikoff-riffil, mennirnir voru þrír eða fjórir. Þeir skutu þögulir á fólkið. En, aftur að orðum Obama sem sagði þetta ekki aðeins árás á Frakkland heldur árás á allan hinn vestræna heim. Bandaríkin heita allri aðstoð sem vinaþjóð þeirra Frakkar óska, sagði Obama. Bandaríkjaforseti sagði jafnframt að þeir sem stæðu í þeirri meiningu að þeir gætu ógnað Frökkum og rústað þeim gildum sem Frakkkar standa fyrir, þeir hafa á röngu að standa. Obama lofaði öllum stuðningi hugsanlegum og Bandaríkjamenn væru nú að vinna með Frökkum, sem og öðrum þjóðum heims með það fyrir augum að ná ódæðismönnunum og sækja þá til saka. „Ástandið er enn í járnum. Og það á eftir að koma betur í ljós hver ber ábyrgð og ég vil ekki vera með vangaveltur þar um fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. En, þetta eru skelfilegir atburðir og við sendum Frökkum og þeim sem eiga nú um sárt að binda samúðarkveðjur“ sagði Obama. Bandaríkin Frakkland Hryðjuverk í París Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna flutti nú fyrir skömmu ávarp þar sem hann hét Frökkum stuðningi. Efnislega sagði hann að árásirnar í París væru enn eitt dæmið um það þegar óbreyttum borgurum væri ógnað og Bandaríkjamenn þekktu það. Samkvæmt CNN eru nú að minnsta kosti 60 manns látnir í árásum í París, þetta virðast skipulagðar árásir. Gíslum er nú haldið í tónleikahöll þar sem bandaríska hljómsveitin Eagles of Death voru með tónleika. Á CNN er nú verið að ræða við vitni sem segist hafa séð látið fólk þar á vettvangi, um tuttugu sem voru látnir og aðrir alvarlega slasaðir. Árásarmennirnir voru ekki með grímur, vitnið sá einn þeirra og hann var mjög ungur, rúmlega tvítugur með Kalsnikoff-riffil, mennirnir voru þrír eða fjórir. Þeir skutu þögulir á fólkið. En, aftur að orðum Obama sem sagði þetta ekki aðeins árás á Frakkland heldur árás á allan hinn vestræna heim. Bandaríkin heita allri aðstoð sem vinaþjóð þeirra Frakkar óska, sagði Obama. Bandaríkjaforseti sagði jafnframt að þeir sem stæðu í þeirri meiningu að þeir gætu ógnað Frökkum og rústað þeim gildum sem Frakkkar standa fyrir, þeir hafa á röngu að standa. Obama lofaði öllum stuðningi hugsanlegum og Bandaríkjamenn væru nú að vinna með Frökkum, sem og öðrum þjóðum heims með það fyrir augum að ná ódæðismönnunum og sækja þá til saka. „Ástandið er enn í járnum. Og það á eftir að koma betur í ljós hver ber ábyrgð og ég vil ekki vera með vangaveltur þar um fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir. En, þetta eru skelfilegir atburðir og við sendum Frökkum og þeim sem eiga nú um sárt að binda samúðarkveðjur“ sagði Obama.
Bandaríkin Frakkland Hryðjuverk í París Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira