Infinity framleiðir samkeppnisbíl S-Class Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 15:53 Infinity Q80 hugmyndabíllinn sem sýndur var í París í haust. businesswire Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Japanski lúxusbílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan, ætlar að framleiða bíl sem keppa á við Mercedes S-Class og er þar ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þessi bíll verður tvinnbíll, þ.e. bæði með brunavél og rafmótora. Hann verður sannarlega enginn aumingi því meiningin er að vopna hann 550 hestafla drifrás. Þar með er hann orðinn samkeppnisbíll Mercedes S500 Plug-In-Hybrid, sem og reyndar Porsche Panamera E-Hybrid. Nýi Infinity bíllinn verður byggður á Q80 hugmyndabílnum sem sýndur var nú í haust á bílasýningunni í París og vakti þar athygli fyrir fegurð. Infinity hefur ekki verið þekkt fyrir framleiðslu Plug-In-Hybrid bíla, en nú verður breyting á, líkt og hjá svo mörgum öðrum framleiðendum.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent