Gæti reynst Vestfirðingum flókið verk að segja sig úr lögum við lýðveldið Ísland Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2015 13:15 Herbert Snorrason, formaður félags Pírata á Vestfjörðum. Vísir/Pjetur Ef Vestfirðingar fá ekki að ráða sínum mikilvægustu málum sjálfir þá munu þeir segja sig úr lögum við lýðveldið Ísland. Þetta er tillaga að stefnu félags Pírata á Vestfjörðum og verður að segjast eins og er að róttækari verða þær varla og gæti framkvæmdin orðið æði flókin. Stofnfundur félags Pírata á Vestfjörðum var haldinn síðastliðinn laugardag þar sem var kosin stjórn sem var falið að undirbúa kynningarfund fyrir þá sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi í nafni Pírata fyrir næstu kosningar til Alþingis. Á fundinum var samþykkt að kjósa um tillögu að stefnu sem kveður á um að settar verði á fót héraðsstjórnir með tilfærslu verkefna frá ríki og sveitarfélögum sem hafa sjálfstætt fjárveitingarvald. Innan héraðs verði heimilt að afturkalla sameiningar sveitarfélaga. Í þessari tillögu að stefnu Pírata á Vestfjörðum segir að jaðarsvæði hafi slæma reynslu af sameiningu sveitarfélaga og gengið hafi illa að ná yfirlýstum markmiðum með sameiningum. Þá hafi ríkið lagt ríka áherslu á að ganga enn lengra í sameiningu sveitarfélaga, meðal annars með sameiningu allra Vestfjarða í eitt sveitarfélag. Samkvæmt tillögunni hugnast Pírötum á Vestfjörðum ekki þau áform og vilja að Vestfirðingar fái að ráða því sjálfir hvort það verði gert. Vísar félagið í grunnstefnu Pírata í þeim efnum sem kveður á um sjálfsákvörðunarrétt og að dregið verði úr miðstýringu. Njóta ekki góðs af því sem Vestfirðir bjóða upp á Í tillögunni kemur fram að verði vinna að þessum markmiðum ekki hafin fyrir árslok 2017 skuli Vestfirðir segja sig úr lögum við lýðveldið Ísland. Herbert Snorrason var kjörinn formaður Félags Pírata á Vestfjörðum en hann segir að kosið verði um þessa stefnu um leið og félagið verður samþykkt sem aðildarfélag að Pírötum. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tillögu vera að Vestfirðingar fái ekki að njóta góðs af því sem landshlutinn býður upp á og sé öllu í raun fjarstýrt annars staðar frá af aðilum sem hafa ekki jafn mikla þekkingu á svæðinu heimamenn.Frá Þingeyri á Vestfjörðum.vísir/gvaÍ tillögunni kemur fram ríkisvald var komið á yfir sveitarfélögum með hervaldi. Gerðist það árið 1262 þegar skrifað var undir Gamla sáttmála í Lögréttu á Alþingi. Um var að ræða samning á milli Íslendinga og Noregskonungs en í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt, líkt og kemur fram á Vísindavef Háskóla Íslands.Íslendingar þráðu frið og réttaröryggi Þar er greint frá ástæðu sáttmálans en hún er sögð sú að á Íslandi hafði geisað mikill ófriður í tengslum við höfðingadeilur á Sturlungaöld, frá árinu 1220 til 1262, sem höfðu leikið menn grátt en ekkert framkvæmdarvald var til staðar til að framfylgja lögum. Landið skiptist í sífellt stærri einingar sem mismunandi höfðingjaættir stjórnuðu og var markmið allra að ná sem mestum yfirráðum. Íslendingar eru sagðir hafa þráð frið og réttaröryggi og líkaði Noregskonungi illa sá ófriður sem hafði geisað á landinu og var sáttmálunum ætlað að koma á viðunandi ástandi hér á landi með því að færa völdin yfir á Noregskonung. „Tilfellið er það að sveitarfélögin eru elsta stjórnvald sem hefur verið stofnað á Íslandi. Sveitarfélögin hafa verið til svo lengi sem er vitað er. Sveitarfélögin voru til þegar Alþingi var stofnað árið 930. Elstu starfandi embætti eru embætti sýslumanna sem eru lögð á þegar ákveðnir valdamenn höfðu sölsað undir sig stóran hluta landsins, komust svo að því að þeir höfðu ekki bolmagn til að sigra hina og reyndu hver í sínu lagi til að fá Noregskonung til að styðja sig sem endaði með því að Noregskonungur tók yfir völdin á Íslandi,“ segir Herbert.Hæpið að það sé mikið mál að hafa þrjú stjórnsýslustig Spurður hvort Píratar á Vestfjörðum vilji endurheimta þetta vald þá segir Herbert að það hefði verið mögulegt á meðan Ísland var undir dönskum stjórnvöldum. Áður fyrr var hægt að vera með allt að fjögur stjórnsýslustig á Íslandi en Herbert segir að fljótlega eftir að heimastjórninni var komið á hafi allt verið gert sem mögulegt var til að fækka stjórnsýslustigunum niður í tvö. „Mér finnst rosalega hæpið að það sé meira mál að hafa þrjú stjórnsýslustig í landi með 300 þúsund íbúum og nútímasamgöngum heldur en það var í 50 þúsund manna þjóðfélagi í kringum árið 1700,“ segir Herbert.Herbert segir að ef af því yrði, að Vestfirðir myndi segja sig úr lögum við lýðveldið Ísland, þætti honum líklegt að landsvæðið myndi afmarkast við Gilsfjörð og Bitrufjörð.Kort/Loftmyndir.isFramkvæmdin reynst flókin Spurður hvernig það myndi ganga fyrir sig, að Vestfirðir segðu sig úr lögum við lýðveldið Ísland, segir Herbert að sú framkvæmd gæti reynst ansi flókin. Níu sveitarfélög eru á Vestfjörðum og myndi landsvæðið afmarkast við Gilsfjörð og Bitrufjörð. Spurningin snúist í raun um efnislega framkvæmd og lagalega framkvæmd. „Það má að sumu leyti segja að það sé svolítið sérstakt að landinu skuli vera svo rækilega miðstýrt að eina leiðin fyrir einhvern landshluta til að segja skilið við restina á landinu myndi vera í gegnum það að fá það samþykkt á Alþingi. Það segir svolítið um það hversu mikill sjálfstæður réttur landshluta og annarra svæða er. Hversu mikil miðstýring er í þessu landi.“Ekki verið að tala um tollahlið og landamæraeftirlit Spurður hvort að til greina komi að setja upp tollahlið og landamæraeftirlit við Vestfirði segir Herbert að ekki sé ætlunin að ganga svo langt. Tekur hann sem dæmi virkar aðskilnaðarhreyfingar á borð við þær sem eru í Katalóníu og Skotlandi. „Þar eru menn í raun og veru ekki að tala um að stofna sjálfstæð ríki með öllum þeim hefðbundnu aðskilnaðar tækjum sem hafa verið notuð, virku landamæraeftirliti og útlendingaeftirlit, heldur snýst það í raun um að það sé ekki verið að taka ákvarðanir sem varði ríka hagsmuni íbúa svæðisins af einhverjum allt annars staðar sem hafa enga ástæðu til að skilja hvernig þessir hlutir koma við landsvæðið. Og í raun og veru ástæðan fyrir því að þetta er nefnt bæði þarna og miklu algengara og almennar, það þarf að vera hægt að taka ákvarðanir hér út frá því sem við sjáum og skynjum. Og ef það er ekki boðið upp á neina leið aðra en þá að finna einhverja leið til að skilja sig frá þessu, þá verður að gera það,“ segir Herbert. Hann var einnig í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ef Vestfirðingar fá ekki að ráða sínum mikilvægustu málum sjálfir þá munu þeir segja sig úr lögum við lýðveldið Ísland. Þetta er tillaga að stefnu félags Pírata á Vestfjörðum og verður að segjast eins og er að róttækari verða þær varla og gæti framkvæmdin orðið æði flókin. Stofnfundur félags Pírata á Vestfjörðum var haldinn síðastliðinn laugardag þar sem var kosin stjórn sem var falið að undirbúa kynningarfund fyrir þá sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi í nafni Pírata fyrir næstu kosningar til Alþingis. Á fundinum var samþykkt að kjósa um tillögu að stefnu sem kveður á um að settar verði á fót héraðsstjórnir með tilfærslu verkefna frá ríki og sveitarfélögum sem hafa sjálfstætt fjárveitingarvald. Innan héraðs verði heimilt að afturkalla sameiningar sveitarfélaga. Í þessari tillögu að stefnu Pírata á Vestfjörðum segir að jaðarsvæði hafi slæma reynslu af sameiningu sveitarfélaga og gengið hafi illa að ná yfirlýstum markmiðum með sameiningum. Þá hafi ríkið lagt ríka áherslu á að ganga enn lengra í sameiningu sveitarfélaga, meðal annars með sameiningu allra Vestfjarða í eitt sveitarfélag. Samkvæmt tillögunni hugnast Pírötum á Vestfjörðum ekki þau áform og vilja að Vestfirðingar fái að ráða því sjálfir hvort það verði gert. Vísar félagið í grunnstefnu Pírata í þeim efnum sem kveður á um sjálfsákvörðunarrétt og að dregið verði úr miðstýringu. Njóta ekki góðs af því sem Vestfirðir bjóða upp á Í tillögunni kemur fram að verði vinna að þessum markmiðum ekki hafin fyrir árslok 2017 skuli Vestfirðir segja sig úr lögum við lýðveldið Ísland. Herbert Snorrason var kjörinn formaður Félags Pírata á Vestfjörðum en hann segir að kosið verði um þessa stefnu um leið og félagið verður samþykkt sem aðildarfélag að Pírötum. Hann segir ástæðuna fyrir þessari tillögu vera að Vestfirðingar fái ekki að njóta góðs af því sem landshlutinn býður upp á og sé öllu í raun fjarstýrt annars staðar frá af aðilum sem hafa ekki jafn mikla þekkingu á svæðinu heimamenn.Frá Þingeyri á Vestfjörðum.vísir/gvaÍ tillögunni kemur fram ríkisvald var komið á yfir sveitarfélögum með hervaldi. Gerðist það árið 1262 þegar skrifað var undir Gamla sáttmála í Lögréttu á Alþingi. Um var að ræða samning á milli Íslendinga og Noregskonungs en í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt, líkt og kemur fram á Vísindavef Háskóla Íslands.Íslendingar þráðu frið og réttaröryggi Þar er greint frá ástæðu sáttmálans en hún er sögð sú að á Íslandi hafði geisað mikill ófriður í tengslum við höfðingadeilur á Sturlungaöld, frá árinu 1220 til 1262, sem höfðu leikið menn grátt en ekkert framkvæmdarvald var til staðar til að framfylgja lögum. Landið skiptist í sífellt stærri einingar sem mismunandi höfðingjaættir stjórnuðu og var markmið allra að ná sem mestum yfirráðum. Íslendingar eru sagðir hafa þráð frið og réttaröryggi og líkaði Noregskonungi illa sá ófriður sem hafði geisað á landinu og var sáttmálunum ætlað að koma á viðunandi ástandi hér á landi með því að færa völdin yfir á Noregskonung. „Tilfellið er það að sveitarfélögin eru elsta stjórnvald sem hefur verið stofnað á Íslandi. Sveitarfélögin hafa verið til svo lengi sem er vitað er. Sveitarfélögin voru til þegar Alþingi var stofnað árið 930. Elstu starfandi embætti eru embætti sýslumanna sem eru lögð á þegar ákveðnir valdamenn höfðu sölsað undir sig stóran hluta landsins, komust svo að því að þeir höfðu ekki bolmagn til að sigra hina og reyndu hver í sínu lagi til að fá Noregskonung til að styðja sig sem endaði með því að Noregskonungur tók yfir völdin á Íslandi,“ segir Herbert.Hæpið að það sé mikið mál að hafa þrjú stjórnsýslustig Spurður hvort Píratar á Vestfjörðum vilji endurheimta þetta vald þá segir Herbert að það hefði verið mögulegt á meðan Ísland var undir dönskum stjórnvöldum. Áður fyrr var hægt að vera með allt að fjögur stjórnsýslustig á Íslandi en Herbert segir að fljótlega eftir að heimastjórninni var komið á hafi allt verið gert sem mögulegt var til að fækka stjórnsýslustigunum niður í tvö. „Mér finnst rosalega hæpið að það sé meira mál að hafa þrjú stjórnsýslustig í landi með 300 þúsund íbúum og nútímasamgöngum heldur en það var í 50 þúsund manna þjóðfélagi í kringum árið 1700,“ segir Herbert.Herbert segir að ef af því yrði, að Vestfirðir myndi segja sig úr lögum við lýðveldið Ísland, þætti honum líklegt að landsvæðið myndi afmarkast við Gilsfjörð og Bitrufjörð.Kort/Loftmyndir.isFramkvæmdin reynst flókin Spurður hvernig það myndi ganga fyrir sig, að Vestfirðir segðu sig úr lögum við lýðveldið Ísland, segir Herbert að sú framkvæmd gæti reynst ansi flókin. Níu sveitarfélög eru á Vestfjörðum og myndi landsvæðið afmarkast við Gilsfjörð og Bitrufjörð. Spurningin snúist í raun um efnislega framkvæmd og lagalega framkvæmd. „Það má að sumu leyti segja að það sé svolítið sérstakt að landinu skuli vera svo rækilega miðstýrt að eina leiðin fyrir einhvern landshluta til að segja skilið við restina á landinu myndi vera í gegnum það að fá það samþykkt á Alþingi. Það segir svolítið um það hversu mikill sjálfstæður réttur landshluta og annarra svæða er. Hversu mikil miðstýring er í þessu landi.“Ekki verið að tala um tollahlið og landamæraeftirlit Spurður hvort að til greina komi að setja upp tollahlið og landamæraeftirlit við Vestfirði segir Herbert að ekki sé ætlunin að ganga svo langt. Tekur hann sem dæmi virkar aðskilnaðarhreyfingar á borð við þær sem eru í Katalóníu og Skotlandi. „Þar eru menn í raun og veru ekki að tala um að stofna sjálfstæð ríki með öllum þeim hefðbundnu aðskilnaðar tækjum sem hafa verið notuð, virku landamæraeftirliti og útlendingaeftirlit, heldur snýst það í raun um að það sé ekki verið að taka ákvarðanir sem varði ríka hagsmuni íbúa svæðisins af einhverjum allt annars staðar sem hafa enga ástæðu til að skilja hvernig þessir hlutir koma við landsvæðið. Og í raun og veru ástæðan fyrir því að þetta er nefnt bæði þarna og miklu algengara og almennar, það þarf að vera hægt að taka ákvarðanir hér út frá því sem við sjáum og skynjum. Og ef það er ekki boðið upp á neina leið aðra en þá að finna einhverja leið til að skilja sig frá þessu, þá verður að gera það,“ segir Herbert. Hann var einnig í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira