Pedersen: Konunni líst vel á þetta því ég verð meira heima Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:00 Craig Pedersen stýrir Íslandi áfram en hann kom strákunum fyrstur manna á EM. vísir/stefán Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Kanadamaðurinn Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Körfuboltasambandið um tvö ár með möguleika á að vera í fjögur ár til viðbótar. Pedersen stýrði Íslandi í fyrsta sinn á Evrópumótið, en strákarnir okkar heilluðu körfuboltaheiminn með frammistöðu sinni í Berlín í september. Pedersen hefur þjálfað danska liðið Svendborg Rabbits í þrettán ár en lætur nú af störfum þar til að einbeita sér að landsliðinu og stærra hlutverki innan sambandsins. „Ég vildi fyrst og frekst eyða meiri tíma með fjölskyldunni,“ segir Pedersen við Vísi um ástæðu þess að hann sagði upp störfum hjá Svendborg og tók að sér stærra hlutverk á Íslandi. „Ég á unga stráka sem ég vildi ekki bíða með að eyða meiri tíma með. Ég vildi ekki bíða í sex mánuði heldur þarf ég að byrja að eyða meiri tíma með þeim núna. Fyrst og fremst hugsaði ég um það.“ „Konunni minni leist vel á þetta með íslenska landsliðið. Ég verð mun meira heima í staðinn fyrir að vera alltaf að þjálfa Svendborg. Þó ég verði meira á Íslandi kemur það ekki að sök. Þetta passar fullkomlega,“ segir Pedersen.Craig ætlar að eyða meiri tíma með fjölskyldunni.vísir/gettyGerði þetta fyrir mig Kanadamanninum hlakkar mikið til að takast á við fleiri verkefni í kringum íslenska liðið, en hann á meðal annars að vera tengiliður KKÍ við bandarísku skólana sem sumir landsliðsmanna Íslands spila fyrir. „Þetta er nýtt og spennandi verkefni fyrir mig. Þetta mun líka klárlega kveikja nýjan neista í mér og endurhlaða mig fyrir baráttuna í næstu undankeppni þegar við reynum að komast aftur á EM,“ segir Pedersen sem átti ekki erfitt með að skilja við Kanínurnar í Svendborg. „Mér fannst ég verða að gera þetta fyrir mig og fjölskylduna og þetta var eitthvað sem gat ekki beðið. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað um lengi en ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að framkvæmda. Ég hefði hætt hjá Svendborg sama hvort ég yrði áfram með Ísland eða ekki.“Craig er kennari í fullu starfi.vísir/stefánBara heima í tíu mínútur Pedersen er ekki þjálfari í fullu starfi í dönsku úrvalsdeildinni. Hann er kennari í skóla þar sem körfubolti er ein af brautunum sem nemendur geta valið. Hann þjálfar því einnig krakka og er lítið heima. „Það er mikið af leikjum á kvöldin og um helgar. Sumar vikur er ég kannski bara heima í tíu mínútur áður en ég er rokinn út um dyrnar aftur. Þó ég fái ekki borgað eins og atvinnuþjálfari hjá Svendborg skila ég jafn mörgum klukkustundum á viku eins og þetta væri mitt aðalstarf,“ segir Pedersen. „Ferðirnar til Bandaríkjanna passa svo vel inn í dagskrána hjá mér því þær verða eftir jól þegar það eru nokkur frí í skólanum. Ég missi því ekki af neinu.“Arnar Guðjónsson tekur við af Craig hjá Svendborg.vísir/andri marinóFulla trú á Arnari Arnar Guðjónsson, aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og íslenska landsliðinu, var ráðinn aðalþjálfari hjá Kanínunum eftir að Pedersen hætti. Hann hefur fulla trú á sínum manni. „Hann mun standa sig vel. Arnar þekkir varnarkerfið sem við erum að skipta yfir í betur en ég þannig þetta verður ekkert vandamál. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með að skora stig og nú er nýr Kani á leiðinni. Liðið ætti bara að spila betur,“ segir Pedersen sem hlakkar til að eyða meiri tíma Íslandi og það sama gildir um fjölskyldu hans. „Ég mun koma þrisvar til fjórum sinnum oftar til Íslands og sjá leiki, tala við þjálfara og leikmenn. Það verður gaman,“ sann. „Konan mín og sérstaklega litlu strákarnir mínir nutu sín vel á Íslandi síðasta sumar. Kanadíska fjölskyldan mín kom einnig í heimsókn og sagðist ætla að koma aftur til Íslands ef ég yrði áfram,“ segir Craig Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira