Fisker Karma fær BMW vélar og rafmagnsdrifrásir Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 09:37 Fisker Karma bílar hafa vakið athygli fyrir fagurlega hönnun. Autoblog Nýr eigandi hins gjaldþrota Fisker Karma, sem nú ber nafnið Karma Automotive, hefur greint frá samningi við BMW um útvegun véla og rafmagnsdrifrása í nýja bíla Karma. Það sem mest kemur á óvart varðandi þetta samstarf er að BMW mun útvega rafhlöður, rafmótora og brunavélar í Karma bíla. Margir hefðu haldið að samstarfið væri tvíhliða og að Karma myndi aðstoða BMW við útvegun rafhlaða og rafmótora á móti brunavélum frá BMW, rétt eins og Tesla hefur útvegað Toyota og Daimler rafmagnsdrifrásir. Það sýnir ef til vill best hvað BMW er komið langt í þróun rafbíla sjálft, en Fisker Karma bílar voru með rafmagnsdrifrás áður en að gjaldþroti þess kom. BMW hefur náð mikilli sölu á i3 og i8 rafmagnsbílum sínum, sem og í tvinnaflbílum BMW 3, 5 og 7 bíla sinna. Eigendur Karma Automotive eru kínverskir, en það var Wanxiang bílaframleiðandinn sem keypti hið gjaldþrota Fisker Karma. Ekki kemur fram hvenær vænta megi nýrra bíla frá Karma Automotive. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Nýr eigandi hins gjaldþrota Fisker Karma, sem nú ber nafnið Karma Automotive, hefur greint frá samningi við BMW um útvegun véla og rafmagnsdrifrása í nýja bíla Karma. Það sem mest kemur á óvart varðandi þetta samstarf er að BMW mun útvega rafhlöður, rafmótora og brunavélar í Karma bíla. Margir hefðu haldið að samstarfið væri tvíhliða og að Karma myndi aðstoða BMW við útvegun rafhlaða og rafmótora á móti brunavélum frá BMW, rétt eins og Tesla hefur útvegað Toyota og Daimler rafmagnsdrifrásir. Það sýnir ef til vill best hvað BMW er komið langt í þróun rafbíla sjálft, en Fisker Karma bílar voru með rafmagnsdrifrás áður en að gjaldþroti þess kom. BMW hefur náð mikilli sölu á i3 og i8 rafmagnsbílum sínum, sem og í tvinnaflbílum BMW 3, 5 og 7 bíla sinna. Eigendur Karma Automotive eru kínverskir, en það var Wanxiang bílaframleiðandinn sem keypti hið gjaldþrota Fisker Karma. Ekki kemur fram hvenær vænta megi nýrra bíla frá Karma Automotive.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent