Hraðatakmörkunum létt af Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 09:18 Nürburgring brautin í Þýskalandi. Autoblog Margir kætast við það nú að hraðatakmörkunum hefur verið létt frá og með næstu áramótum af kappakstursbrautinni Nürburgring í Þýskalandi. Þær voru settar vegna tíðra slysa, meðal annars banaslysa á brautinni. Í kjölfarið var eigendum brautarinnar gert að bæta öryggi á henni og hefur verið bætt við vegriðum, fletja út miklar hækkanir hennar á ýmsum stöðum og banna áhorfendur á öðrum hættulegum stöðum. Það er akstursíþróttasambandið FIA sem samþykkt hefur þessar breytingar og með henni má aka eins hratt á henni og hver kýs. Með því er áfram hægt að keppa að metbætingum á henni og búast má við að ýmsir bílaframleiðendur nýti sér það á næstunni en þessi braut hefur verið viðmið fyrir getu bestu bíla heims og þar hefur farið fram mikil samkeppni í ýmsum flokkum bíla og tímar þeirra reglulega bættir. Í mars síðastliðnum varð banaslys á brautinni í VLN Endurance Championship keppni og í kjölfar þess voru hraðatakmarkanir settar á hluta brautarinnar og það fyrir alla bíla. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent
Margir kætast við það nú að hraðatakmörkunum hefur verið létt frá og með næstu áramótum af kappakstursbrautinni Nürburgring í Þýskalandi. Þær voru settar vegna tíðra slysa, meðal annars banaslysa á brautinni. Í kjölfarið var eigendum brautarinnar gert að bæta öryggi á henni og hefur verið bætt við vegriðum, fletja út miklar hækkanir hennar á ýmsum stöðum og banna áhorfendur á öðrum hættulegum stöðum. Það er akstursíþróttasambandið FIA sem samþykkt hefur þessar breytingar og með henni má aka eins hratt á henni og hver kýs. Með því er áfram hægt að keppa að metbætingum á henni og búast má við að ýmsir bílaframleiðendur nýti sér það á næstunni en þessi braut hefur verið viðmið fyrir getu bestu bíla heims og þar hefur farið fram mikil samkeppni í ýmsum flokkum bíla og tímar þeirra reglulega bættir. Í mars síðastliðnum varð banaslys á brautinni í VLN Endurance Championship keppni og í kjölfar þess voru hraðatakmarkanir settar á hluta brautarinnar og það fyrir alla bíla.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent