Djúp lægð nálgast landið: Varað við stormi fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 09:16 Veðurstofan varar við stormi austanlands í dag. nullschool Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net. Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net.
Veður Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira