Menntamálaráðherra segir skipulag RÚV ekki greypt í stein Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:45 Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar. Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar.
Alþingi Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira