Tveir nýliðar og fjórar systur í EM-hópi kvennalandsliðsins í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2015 15:28 Berglind Gunnarsdóttir og Bergþóra Holton Tómasdóttir. Vísir/Stefán Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fimmtán manna æfingahóp fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Ívar velur tvo nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru þær Berglind Gunnarsdóttir frá Snæfelli og Bergþóra Holton Tómasdóttir frá Val. Berglind á eldri systur í liðinu en Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður í Ungverjalandi laugardaginn 21. nóvember en spilað verður í borginni Miskolc, sem er Helenu Sverrisdóttur góðu kunn þar sem hún lék með liðinu sem atvinnumaður fyrir 2 árum. Helena er að sjálfsögðu í hópnum en hún er fyrirliði og leikjahæsti leikmaður hópsins. Yngri systir hennar, Guðbjörg Sverrisdóttir, var líka valin og því eru fjórar systur í hópnum að þessu sinni. Lið kemur svo heima og spilar heimaleik við Slóvakíu í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember. Leikir í undankeppninni fara nú fram inn á tímabilinu og því verður gert hlé á Domino´s deild kvenna á meðan. Ungverjar og Slóvakía voru bæði á EuroBasket kvenna síðastliðið sumar og því verðugir andstæðingar fyrir stelpurnar okkar en einnig leikur Portúgal í riðli með þessum þjóðum. Keppt verður í fyrsta sinn í nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA í undankeppninni og verður leikið í tveimur „gluggum“ og verður seinni umferðin á þessu keppnistímabili leikinn í lok febrúar, en þá verða einnig tveir leikir, annar á útivelli og hinn hér heima. Seinni hlutinn í undankeppni EM 2017 verður svo með sama sniði á næsta tímabili. (haust 2016 og febrúar 2017).Æfingahópur íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta:Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði Björg Einarsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · 3 landsleikir Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir Petrúnella Skúladóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1985 · 177 cm · 28 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið fimmtán manna æfingahóp fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni EM 2017. Ívar velur tvo nýliða í hópinn að þessu sinni en það eru þær Berglind Gunnarsdóttir frá Snæfelli og Bergþóra Holton Tómasdóttir frá Val. Berglind á eldri systur í liðinu en Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin ár. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður í Ungverjalandi laugardaginn 21. nóvember en spilað verður í borginni Miskolc, sem er Helenu Sverrisdóttur góðu kunn þar sem hún lék með liðinu sem atvinnumaður fyrir 2 árum. Helena er að sjálfsögðu í hópnum en hún er fyrirliði og leikjahæsti leikmaður hópsins. Yngri systir hennar, Guðbjörg Sverrisdóttir, var líka valin og því eru fjórar systur í hópnum að þessu sinni. Lið kemur svo heima og spilar heimaleik við Slóvakíu í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember. Leikir í undankeppninni fara nú fram inn á tímabilinu og því verður gert hlé á Domino´s deild kvenna á meðan. Ungverjar og Slóvakía voru bæði á EuroBasket kvenna síðastliðið sumar og því verðugir andstæðingar fyrir stelpurnar okkar en einnig leikur Portúgal í riðli með þessum þjóðum. Keppt verður í fyrsta sinn í nýju keppnisfyrirkomulagi FIBA í undankeppninni og verður leikið í tveimur „gluggum“ og verður seinni umferðin á þessu keppnistímabili leikinn í lok febrúar, en þá verða einnig tveir leikir, annar á útivelli og hinn hér heima. Seinni hlutinn í undankeppni EM 2017 verður svo með sama sniði á næsta tímabili. (haust 2016 og febrúar 2017).Æfingahópur íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta:Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði Björg Einarsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · 3 landsleikir Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir Petrúnella Skúladóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1985 · 177 cm · 28 landsleikir Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira