Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Anton Ingi Leifsson í Framhúsinu Safamýri skrifar 12. nóvember 2015 20:15 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. vísir/vilhelm Fra vann sinn sjötta leik í röð í Olís-deild karla eftir fimm marka sigur á bikarmeisturum ÍBV í Safamýrinni í kvöld, en lokatölur urðu 26-21. Staðan var 14-13, Fram í vil, í hálfleik. Framarar spiluðu góðan varnarleik og Kristófer Fannar Guðmundsson varði eins og berserkur í markinu. Í sókninni var það svo Arnar Freyr Ársælsson sem fór fyrir Fram, en hann skoraði níu mörk úr ellefu skotum - flest úr horninu. Fram upp að hlið Hauka í 2. - 3. sæti deildarinnar. Leikurinn var mjög jafn í byrjun, en Framarar voru þó ávallt einu skrefi á undan. Markmennirnir voru í miklu stuði og vörðu og vörðu - mörg hver skotin úr dauðafærum. Leikurinn var hraður og skemmtilegur, en þegar stundarfjórðungur var liðinn voru Framarar tveimur mörkum yfir, 7-5. Þeir leiddu með tveimur til þremur mörkum, en náðu ekki að koma sér í fjögurra marka forskot þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Eyjamenn voru á tímapunkti fjórir inni á vellinum; markmaður og þrír útispilarar. Gestirnir breyttu stöðunni úr 10-7 í 11-11, en Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði tvö af þremur síðustu mörkum Fram fyrir hlé og staðan 14-13 í hálfleik, Fram í vil. Síðari hálfleikur þróaðist svipað. Fram var skrefi á undan, en ÍBV andaði þó vel ofan í hálsmálið á heimamönnum sem freistuðu þess að vinna sinn sjötta sigur í jafn mörgum leikjum. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka leiddu heimamenn með einu marki 18-17, en liðin voru þá mikið að kasta boltanum út af og missa hann á afar klaufalegan hátt. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði svo mikilvægt mark á 48. mínútu, en þá hafði ekki verið skorað mark í fjórar mínútur. Fimm mínútum síðar komst svo Fram í fjögurra marka forystu þökk sé Arnari Frey Ársælssyni sem lék á alls oddi í horninu, en þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem munurinn varð fjögur mörk. Eftir það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda. Gestirnir freistuðu þess að minnka muninn, en fóru líkt og fyrr illa með sín færi og lokatölur urðu fimm marka sigur Framara; 26-21. Þeir eru komnir í annað til þriðja sæti deildarinnar með sextán stig á meðan ÍBV er í því fjórða með tólf. Fram spilaði vel í þessum leik þrátt fyrir að vera án eins af sínum bestu mönnum, en Arnar Freyr Arnarsson var meiddur. Nafni hans Ársælsson var magnaður í leiknum; bæði í vörn og sókn, en hann skoraði níu mörk úr ellefu skotum .Kristófer Fannar Guðmundsson varði svo hvert dauðafærið á fætur öðru frá Eyjamönnum, en hann endaði með 50% markvörslu. Eyjamenn söknuðu Theodórs Sigurbjörnssonar bersýnilega. Þeir þurftu að spila með rétthendan hornamann í hægra horninu og Kristófer Fannar var með nokkra Eyjamenn í vasanum. Kári Kristján og Andri Heimir drógu vagninn, en fleiri hefðu þurft að stíga upp ætluðu þeir sér að vinna leikinn. Kolbeinn Aron Arnarson átti fínan leik í markinu og var með 43% markvörslu.Kristófer Fannar: Alltaf jafn gaman að vinna „Ég er mjög sáttur. Þetta er alltaf jafn gott. Það er alltaf jafn gaman að vinna,” sagði glaður Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Fram, í leikslok. „Baratta skip sigurinn í dag. Bæði lið voru samt að klúðra mikið af dauðafærum og nokkur byrjendamistök; tvígrip, missa boltann, skref og eitthvað í þeim dúr. Þetta réðst á baráttunni og við erum á góðu skriði núna.” Fram fékk einungis 21 mark á sig í dag, en liðið var án síns besta varnarmanns Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist með landsliðinu á dögunum. Kristófer segir að menn séu alltaf tilbúnir að koma inn ef einhver dettur út. „Það er mjög jákvætt. Það sýnir að við erum með menn sem geta komið í manns stað. Arnar Freyr (Arnarsson) er búinn að vera okkar stoð og stytta þarna í vörninni, en Stefán Darri, Arnar Freyr litli, Toggi, Óli og fleiri; það eru flottir varnarmenn og stíga upp þegar þess þarf.” Arnar Freyr Ársælsson fór á kostum og skoraði níu mörk í horninu. Kristófer var ánægður með hans framlag. „Hann er frábær hornamaður og hann sýndi það í dag. Hann er hörku varnar- og sóknarmaður. Frábært að hann hrökk í gírinn.” Fram hefur unnið sex leiki í röð í deildinni. Fær liðið ekkert stöðvað? „Ég veit það ekki. Við förum nátturlega í alla leiki til að vinna. Við erum að spila vel og við erum mjög ánægðir með hvernig þetta gengur eins og er,” sagði glaðbeittur Kristófer í leikslok.Arnar Pétursson: Vorum ekkert að velta þessu mikið fyrir okkur í dag „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Það eru alltaf vonbrigði að tapa og sérstaklega svona,” sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, hundsvekktur við Vísi í leikslok. „Við förum illa með dauðafæri og látum hann verja alltof mikið. Mér fannst við vera skapa okkur færi; við vorum að fá hraðaupphlaup og daupafæri, en vantaði smá þor og að klára færin almennilega þá hefði þetta orðið allaveganna hörkuspenna til enda.” „Varnarleikurinn er eins og vanalega góður. Við erum alltaf að bæta okkur þar. Sóknarlega erum við haltir. Við erum ekki með marga örvhenta menn í hópnum og þetta verður stirrt og hálf erfitt. Mér fannst við skapa okkur færi í dag samt og ná ágætis spili, en við vorum bara ekki að nýta færin.” Theodór Sigurbjörnsson er frá vegna meiðsla og það aftrar að Eyjamönnum, þá sérstaklega í sóknarleiknum þar sem liðið er með rétthenta menn hægra megin í sóknarleiknum. „Þetta hefur áhrif á okkur sóknarlega. Við þurfum að bregðast við því að vera bara með einn örvhentan sem er ungur og efnilegur leikmaður sem er að vaxa og er kannski ekki tilbúinn í 60 mínútur í úrvalsdeildinni.” „Við erum að nota bræðurna þarna hægra megin sem öllu jöfnu spila vinstra megin. Auðvitað hefur það áhrif, en mér fannst það samt í dag vera þannig að við vorum að skapa okkur færin sem við þurftum til að klára þetta,” en hversu langt er þangað til að Theodór verði klár? „Eftir því sem landsliðsteymið sagði þarna úti þá eru þetta einhverjar fjórar til fimm vikur. Það þýðir einhverjir tíu leikir í okkar prógrammi. Það er þétt spilað og á 40 daga tímabili eigum við ellefu leiki svo það er slatti af leikjum sem hann missir af.” ÍBV þurfti að drífa sig í bæinn í gær þar sem óvíst var hvort Herjólfur myndi sigla í dag vegna ölduhæðar. Sigurður Bragason lét ummæli falla í gær sem féll í grýttan jarðveg hjá Frömurum og ÍBV sendi svo frá sér afsökunarbeiðni í dag. „Við vorum ekkert að velta þessu mikið fyrir okkur í dag. Við komum með skömmum fyrirvara í bæinn í gær til að ná þessum leik því við vildum ekki fá þennan leik inn á laugardaginn þar sem við eigum leik á mánudag.” „Eins og þið kannski sjáið þá er hópurinn ekki breiður - við erum með marga unga og efnilega leikmenn. Við vildum ekki taka sénsinn á því að spila á laugardag og mánudag og svo á annar flokkur leik á sunnudag.” „Við drifum okkur í bæinn í dag þar sem það var ekki boðið upp á neitt annað en að spila hann í dag, á laugardaginn eða seint í desember. Við höfðum það mjög gott á Örkinni (Hótel Örk) í dag. Slökuðum á, tókum létta æfingu í hádeginu þannig að undirbúningurinn var bara flottur,” sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira
Fra vann sinn sjötta leik í röð í Olís-deild karla eftir fimm marka sigur á bikarmeisturum ÍBV í Safamýrinni í kvöld, en lokatölur urðu 26-21. Staðan var 14-13, Fram í vil, í hálfleik. Framarar spiluðu góðan varnarleik og Kristófer Fannar Guðmundsson varði eins og berserkur í markinu. Í sókninni var það svo Arnar Freyr Ársælsson sem fór fyrir Fram, en hann skoraði níu mörk úr ellefu skotum - flest úr horninu. Fram upp að hlið Hauka í 2. - 3. sæti deildarinnar. Leikurinn var mjög jafn í byrjun, en Framarar voru þó ávallt einu skrefi á undan. Markmennirnir voru í miklu stuði og vörðu og vörðu - mörg hver skotin úr dauðafærum. Leikurinn var hraður og skemmtilegur, en þegar stundarfjórðungur var liðinn voru Framarar tveimur mörkum yfir, 7-5. Þeir leiddu með tveimur til þremur mörkum, en náðu ekki að koma sér í fjögurra marka forskot þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Eyjamenn voru á tímapunkti fjórir inni á vellinum; markmaður og þrír útispilarar. Gestirnir breyttu stöðunni úr 10-7 í 11-11, en Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði tvö af þremur síðustu mörkum Fram fyrir hlé og staðan 14-13 í hálfleik, Fram í vil. Síðari hálfleikur þróaðist svipað. Fram var skrefi á undan, en ÍBV andaði þó vel ofan í hálsmálið á heimamönnum sem freistuðu þess að vinna sinn sjötta sigur í jafn mörgum leikjum. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka leiddu heimamenn með einu marki 18-17, en liðin voru þá mikið að kasta boltanum út af og missa hann á afar klaufalegan hátt. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði svo mikilvægt mark á 48. mínútu, en þá hafði ekki verið skorað mark í fjórar mínútur. Fimm mínútum síðar komst svo Fram í fjögurra marka forystu þökk sé Arnari Frey Ársælssyni sem lék á alls oddi í horninu, en þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem munurinn varð fjögur mörk. Eftir það var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi enda. Gestirnir freistuðu þess að minnka muninn, en fóru líkt og fyrr illa með sín færi og lokatölur urðu fimm marka sigur Framara; 26-21. Þeir eru komnir í annað til þriðja sæti deildarinnar með sextán stig á meðan ÍBV er í því fjórða með tólf. Fram spilaði vel í þessum leik þrátt fyrir að vera án eins af sínum bestu mönnum, en Arnar Freyr Arnarsson var meiddur. Nafni hans Ársælsson var magnaður í leiknum; bæði í vörn og sókn, en hann skoraði níu mörk úr ellefu skotum .Kristófer Fannar Guðmundsson varði svo hvert dauðafærið á fætur öðru frá Eyjamönnum, en hann endaði með 50% markvörslu. Eyjamenn söknuðu Theodórs Sigurbjörnssonar bersýnilega. Þeir þurftu að spila með rétthendan hornamann í hægra horninu og Kristófer Fannar var með nokkra Eyjamenn í vasanum. Kári Kristján og Andri Heimir drógu vagninn, en fleiri hefðu þurft að stíga upp ætluðu þeir sér að vinna leikinn. Kolbeinn Aron Arnarson átti fínan leik í markinu og var með 43% markvörslu.Kristófer Fannar: Alltaf jafn gaman að vinna „Ég er mjög sáttur. Þetta er alltaf jafn gott. Það er alltaf jafn gaman að vinna,” sagði glaður Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Fram, í leikslok. „Baratta skip sigurinn í dag. Bæði lið voru samt að klúðra mikið af dauðafærum og nokkur byrjendamistök; tvígrip, missa boltann, skref og eitthvað í þeim dúr. Þetta réðst á baráttunni og við erum á góðu skriði núna.” Fram fékk einungis 21 mark á sig í dag, en liðið var án síns besta varnarmanns Arnars Freys Arnarssonar sem meiddist með landsliðinu á dögunum. Kristófer segir að menn séu alltaf tilbúnir að koma inn ef einhver dettur út. „Það er mjög jákvætt. Það sýnir að við erum með menn sem geta komið í manns stað. Arnar Freyr (Arnarsson) er búinn að vera okkar stoð og stytta þarna í vörninni, en Stefán Darri, Arnar Freyr litli, Toggi, Óli og fleiri; það eru flottir varnarmenn og stíga upp þegar þess þarf.” Arnar Freyr Ársælsson fór á kostum og skoraði níu mörk í horninu. Kristófer var ánægður með hans framlag. „Hann er frábær hornamaður og hann sýndi það í dag. Hann er hörku varnar- og sóknarmaður. Frábært að hann hrökk í gírinn.” Fram hefur unnið sex leiki í röð í deildinni. Fær liðið ekkert stöðvað? „Ég veit það ekki. Við förum nátturlega í alla leiki til að vinna. Við erum að spila vel og við erum mjög ánægðir með hvernig þetta gengur eins og er,” sagði glaðbeittur Kristófer í leikslok.Arnar Pétursson: Vorum ekkert að velta þessu mikið fyrir okkur í dag „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Það eru alltaf vonbrigði að tapa og sérstaklega svona,” sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, hundsvekktur við Vísi í leikslok. „Við förum illa með dauðafæri og látum hann verja alltof mikið. Mér fannst við vera skapa okkur færi; við vorum að fá hraðaupphlaup og daupafæri, en vantaði smá þor og að klára færin almennilega þá hefði þetta orðið allaveganna hörkuspenna til enda.” „Varnarleikurinn er eins og vanalega góður. Við erum alltaf að bæta okkur þar. Sóknarlega erum við haltir. Við erum ekki með marga örvhenta menn í hópnum og þetta verður stirrt og hálf erfitt. Mér fannst við skapa okkur færi í dag samt og ná ágætis spili, en við vorum bara ekki að nýta færin.” Theodór Sigurbjörnsson er frá vegna meiðsla og það aftrar að Eyjamönnum, þá sérstaklega í sóknarleiknum þar sem liðið er með rétthenta menn hægra megin í sóknarleiknum. „Þetta hefur áhrif á okkur sóknarlega. Við þurfum að bregðast við því að vera bara með einn örvhentan sem er ungur og efnilegur leikmaður sem er að vaxa og er kannski ekki tilbúinn í 60 mínútur í úrvalsdeildinni.” „Við erum að nota bræðurna þarna hægra megin sem öllu jöfnu spila vinstra megin. Auðvitað hefur það áhrif, en mér fannst það samt í dag vera þannig að við vorum að skapa okkur færin sem við þurftum til að klára þetta,” en hversu langt er þangað til að Theodór verði klár? „Eftir því sem landsliðsteymið sagði þarna úti þá eru þetta einhverjar fjórar til fimm vikur. Það þýðir einhverjir tíu leikir í okkar prógrammi. Það er þétt spilað og á 40 daga tímabili eigum við ellefu leiki svo það er slatti af leikjum sem hann missir af.” ÍBV þurfti að drífa sig í bæinn í gær þar sem óvíst var hvort Herjólfur myndi sigla í dag vegna ölduhæðar. Sigurður Bragason lét ummæli falla í gær sem féll í grýttan jarðveg hjá Frömurum og ÍBV sendi svo frá sér afsökunarbeiðni í dag. „Við vorum ekkert að velta þessu mikið fyrir okkur í dag. Við komum með skömmum fyrirvara í bæinn í gær til að ná þessum leik því við vildum ekki fá þennan leik inn á laugardaginn þar sem við eigum leik á mánudag.” „Eins og þið kannski sjáið þá er hópurinn ekki breiður - við erum með marga unga og efnilega leikmenn. Við vildum ekki taka sénsinn á því að spila á laugardag og mánudag og svo á annar flokkur leik á sunnudag.” „Við drifum okkur í bæinn í dag þar sem það var ekki boðið upp á neitt annað en að spila hann í dag, á laugardaginn eða seint í desember. Við höfðum það mjög gott á Örkinni (Hótel Örk) í dag. Slökuðum á, tókum létta æfingu í hádeginu þannig að undirbúningurinn var bara flottur,” sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sjá meira