13 milljón króna fundarlaun Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 14:51 Hinn stolni Lamborghini Aventador. Jalopnik Leyniþjónusta ein í New York hefur boðið þeim sem bent geta á stolinn Lamborghini Aventador bíl 100.000 dollara fundarlaun, eða ríflega 13 milljónir króna. Honum var stolið þann 28. október síðastliðinn og eigandinn sér eðlilega eftir þessum kostagrip sem kostar gott betur en það sem fundarlaununum nemur. Bíllinn er hvítur og útlit hans afar áberandi eins og sést á myndinni hér að ofan. Grunur leikur á að þjófurinn sé frá borginni Atlanta í Goeorgíu ríki, hvað sem veldur, og því er bæði íbúum þar og í New York bent á að hafa augun opin fyrir þessum bíl og láta leyniþjónustuna vita. Það væri hægt að kaupa sér álitlegan bíl fyrir það eitt að geta bent á þennan stolna bíl og vonandi verður einhver svo heppinn. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent
Leyniþjónusta ein í New York hefur boðið þeim sem bent geta á stolinn Lamborghini Aventador bíl 100.000 dollara fundarlaun, eða ríflega 13 milljónir króna. Honum var stolið þann 28. október síðastliðinn og eigandinn sér eðlilega eftir þessum kostagrip sem kostar gott betur en það sem fundarlaununum nemur. Bíllinn er hvítur og útlit hans afar áberandi eins og sést á myndinni hér að ofan. Grunur leikur á að þjófurinn sé frá borginni Atlanta í Goeorgíu ríki, hvað sem veldur, og því er bæði íbúum þar og í New York bent á að hafa augun opin fyrir þessum bíl og láta leyniþjónustuna vita. Það væri hægt að kaupa sér álitlegan bíl fyrir það eitt að geta bent á þennan stolna bíl og vonandi verður einhver svo heppinn.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent