13 milljón króna fundarlaun Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 14:51 Hinn stolni Lamborghini Aventador. Jalopnik Leyniþjónusta ein í New York hefur boðið þeim sem bent geta á stolinn Lamborghini Aventador bíl 100.000 dollara fundarlaun, eða ríflega 13 milljónir króna. Honum var stolið þann 28. október síðastliðinn og eigandinn sér eðlilega eftir þessum kostagrip sem kostar gott betur en það sem fundarlaununum nemur. Bíllinn er hvítur og útlit hans afar áberandi eins og sést á myndinni hér að ofan. Grunur leikur á að þjófurinn sé frá borginni Atlanta í Goeorgíu ríki, hvað sem veldur, og því er bæði íbúum þar og í New York bent á að hafa augun opin fyrir þessum bíl og láta leyniþjónustuna vita. Það væri hægt að kaupa sér álitlegan bíl fyrir það eitt að geta bent á þennan stolna bíl og vonandi verður einhver svo heppinn. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Leyniþjónusta ein í New York hefur boðið þeim sem bent geta á stolinn Lamborghini Aventador bíl 100.000 dollara fundarlaun, eða ríflega 13 milljónir króna. Honum var stolið þann 28. október síðastliðinn og eigandinn sér eðlilega eftir þessum kostagrip sem kostar gott betur en það sem fundarlaununum nemur. Bíllinn er hvítur og útlit hans afar áberandi eins og sést á myndinni hér að ofan. Grunur leikur á að þjófurinn sé frá borginni Atlanta í Goeorgíu ríki, hvað sem veldur, og því er bæði íbúum þar og í New York bent á að hafa augun opin fyrir þessum bíl og láta leyniþjónustuna vita. Það væri hægt að kaupa sér álitlegan bíl fyrir það eitt að geta bent á þennan stolna bíl og vonandi verður einhver svo heppinn.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira