Snýr Ford Bronco aftur? Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 11:42 Ford Bronco. yahoo Heyrst hefur að Ford sé að undurbúa smíði jeppa sem fær gamla nafnið Bronco, en margir Íslendingar muna vel eftir Bronco jeppanum sem seldist einkar vel hér á árum áður og enn eru til vel varðveitt eintök af honum hérlendis. Þessi Bronco mun verða byggður á sama undirvagni og ný gerð Ford Ranger og báðir yrðu þeir framleiddir í Wayne verksmiðjunni í Michigan og í staðinn yrði framleiðsla á Focus og C-Max bílnum verða færð annað. Margt virðist benda til þess að Ford muni flytja framleiðslu margra sinna bílgerða til annarra landa en Bandaríkjanna og horfa helst til Mexíkó. Yrði það gert þegar núverandi kynslóðir bíla Ford renna sitt skeið og nýjar kynslóðir þeirra fá annan samastað til framleiðslunnar. Líklega á þetta við bílgerðirnar C-Max, Focus, Fiesta og Taurus og eiga þessar bílgerðir það sameiginlegt að vera í ódýrari og minni kantinum. Eftir munu standa dýrari gerðir Ford bíla og verða þeir áfram framleiddir í Bandaríkjunum. Framleiðsla Taurus gæti allt eins flutt til Kína og þá yrði sölu hans væntanlega hætt í Bandaríkjunum, en honum beint að meiri lágverðsmörkuðum. Allir Lincoln bílar Ford verða áfram smíðaðir í Bandaríkjunum. Starfsfólk í verksmiðjum Ford í Bandaríkjunum er með samning við Ford þess efnis að það hljóti skerf af hagnaði fyrirtækisins í ár og eftir að þrír af fjórum ársfjórðungum ársins hafa verið gerðir upp eiga starfsmenn nú þegar inni 6.600 dollara bónus, eða 870.000 krónur. Fín jólagjöf það og ef að fjórði ársfjórðungur skilar álíka hagnaði og fyrri þrír mega starfsmenn eiga von á 1.160.000 króna bónus. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent
Heyrst hefur að Ford sé að undurbúa smíði jeppa sem fær gamla nafnið Bronco, en margir Íslendingar muna vel eftir Bronco jeppanum sem seldist einkar vel hér á árum áður og enn eru til vel varðveitt eintök af honum hérlendis. Þessi Bronco mun verða byggður á sama undirvagni og ný gerð Ford Ranger og báðir yrðu þeir framleiddir í Wayne verksmiðjunni í Michigan og í staðinn yrði framleiðsla á Focus og C-Max bílnum verða færð annað. Margt virðist benda til þess að Ford muni flytja framleiðslu margra sinna bílgerða til annarra landa en Bandaríkjanna og horfa helst til Mexíkó. Yrði það gert þegar núverandi kynslóðir bíla Ford renna sitt skeið og nýjar kynslóðir þeirra fá annan samastað til framleiðslunnar. Líklega á þetta við bílgerðirnar C-Max, Focus, Fiesta og Taurus og eiga þessar bílgerðir það sameiginlegt að vera í ódýrari og minni kantinum. Eftir munu standa dýrari gerðir Ford bíla og verða þeir áfram framleiddir í Bandaríkjunum. Framleiðsla Taurus gæti allt eins flutt til Kína og þá yrði sölu hans væntanlega hætt í Bandaríkjunum, en honum beint að meiri lágverðsmörkuðum. Allir Lincoln bílar Ford verða áfram smíðaðir í Bandaríkjunum. Starfsfólk í verksmiðjum Ford í Bandaríkjunum er með samning við Ford þess efnis að það hljóti skerf af hagnaði fyrirtækisins í ár og eftir að þrír af fjórum ársfjórðungum ársins hafa verið gerðir upp eiga starfsmenn nú þegar inni 6.600 dollara bónus, eða 870.000 krónur. Fín jólagjöf það og ef að fjórði ársfjórðungur skilar álíka hagnaði og fyrri þrír mega starfsmenn eiga von á 1.160.000 króna bónus.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent