Phelps vildi ekki lifa lengur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2015 13:30 Michael Phelps. vísir/getty Líf sigursælasta Ólympíufara allra tíma, Michael Phelps, breyttist mikið í lok september árið 2014 og hann féll í kjölfarið í mikið þunglyndi. Hann var þá tekinn fyrir ölvunarakstur. Hans þriðja brot á innan við tíu árum. Á þessum tíma hafði þessi ótrúlegi íþróttamaður misst stjórn á lífi sínu. „Ég hafði lifað í ótta um að fá símtal að eitthvað hafði gerst. Miðað við ástandið á honum þá átti ég von á því að hann myndi drepa sig. Ekki með sjálfsvígi heldur með því að keyra fullur með skelfilegum afleiðingum," sagði Bob Bowman, þjálfari Phelps, er hann rifjar upp kvöldið er hann fékk símtal um að Phelps hefði verið handtekinn. Í kjölfarið hittist nánasta fjölskylda Phelps heima hjá honum sem og NFL-stjarnan fyrrverandi, Ray Lewis, en hann er mikill vinur Phelps. Þau héldu þar til og veittu Phelps stuðning á meðan her fjölmiðlamanna hafði tjaldað fyrir utan húsið. Ray Lewis las honum pistilinnRay Lewis faðmar Phelps að sér.vísir/gettyPhelps fór ekki út úr húsi í fjóra daga og viðurkennir í viðtali við Sports Illustrated að hann hafi verið í erfiðum málum. „Ég var á afar dimmum stað og vildi ekki lifa lengur," segir Phelps en hann var þakklátur fyrir stuðninginn sem hann fékk frá sínu fólki á þessum tíma. Sérstaklega Lewis sem tók hann hraustlega í gegn. „Ég gaf honum það hrátt. Hann fékk að heyra ískaldan sannleikann frá mér. Ég spurði hann einfaldlega hvað í fjandanum hann væri að gera við líf sitt," segir Lewis og Phelps staðfestir að hafa fengið svakalega ræðu frá Lewis. Hann er einmitt frægur fyrir hvetjandi ræður sínar. Viku síðar samþykkti Phelps að fara í meðferð og byrja að byggja sig upp andlega á nýjan leik. Systir hans segir að Phelps hafi verið eins og hræddur smástrákur á leiðinni í meðferðina. Við lendingu var hann einn. „Ég þurfti að skila símanum mínum og fara inn á herbergið mitt. Ég hef aldrei verið jafn hræddur um ævina," sagði Phelps. 45 dögum síðar var hann aftur kominn ofan í sundlaugina. Smám saman fann hann gleðina og taktinn á ný þó svo hann væri í banni og mætti ekki taka þátt á HM. Hann hefur aftur á móti synt á tímum í ár sem hefði skilað honum þremur gullverðlaunum á HM. Tekur ekki einn sopa af áfengi fram að ÓLPhelps líður best í lauginni og hefur ekki alltaf gengið sem best að fóta sig á þurru landi.vísir/gettyPhelps virðist vera hamingjusamur maður í dag. Hefur ekki misst úr æfingu og ætlar ekki að drekka einn bjór fyrr en Ólympíuleikunum lýkur í ágúst á næsta ári. Hann á sér nýtt markmið og það er að fara á ÓL í Ríó og bæta við fleiri verðlaunum. Hann hefur þegar unnið 22 verðlaun á ÓL. Þar af á hann 18 gull. Þetta eru met sem verða seint slegin. „Ég hef ekki tekið einn sopa af áfengi og það kemur ekki fyrir að ég missi af æfingu þar sem ég er þunnur. Ég mun ekki drekka einn sopa fyrir leikana. Líkamsfitan hefur hrunið niður hjá mér og ég er grennri en áður. Árangurinn hefur verið að koma því ég hef aldrei hugsað eins vel um sjálfan mig," segir Phelps. Sundþjálfarar í Bandaríkjunum sem hafa fylgst með Phelps segja að ástand hans sé það gott að hann eigi enn eftir að bæta sig. Hann muni bæta eigin heimsmet á komandi mánuðum. Það bendir því flest til þess að tólf árum eftir að hann tók fyrst þátt á Ólympíuleikum muni hann mæta til leiks sem sá sigurstranglegasti í að minnsta kosti þrem greinum. Hann verður þá orðinn 31 árs gamall en enginn sundmaður yfir þrítugu hefur unnið til verðlauna á ÓL.18 gullverðlaun eru komin hjá Phelps og hann ætlar að halda áfram að endurskrifa söguna á ÓL í Ríó næsta sumar.vísir/getty Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Sjá meira
Líf sigursælasta Ólympíufara allra tíma, Michael Phelps, breyttist mikið í lok september árið 2014 og hann féll í kjölfarið í mikið þunglyndi. Hann var þá tekinn fyrir ölvunarakstur. Hans þriðja brot á innan við tíu árum. Á þessum tíma hafði þessi ótrúlegi íþróttamaður misst stjórn á lífi sínu. „Ég hafði lifað í ótta um að fá símtal að eitthvað hafði gerst. Miðað við ástandið á honum þá átti ég von á því að hann myndi drepa sig. Ekki með sjálfsvígi heldur með því að keyra fullur með skelfilegum afleiðingum," sagði Bob Bowman, þjálfari Phelps, er hann rifjar upp kvöldið er hann fékk símtal um að Phelps hefði verið handtekinn. Í kjölfarið hittist nánasta fjölskylda Phelps heima hjá honum sem og NFL-stjarnan fyrrverandi, Ray Lewis, en hann er mikill vinur Phelps. Þau héldu þar til og veittu Phelps stuðning á meðan her fjölmiðlamanna hafði tjaldað fyrir utan húsið. Ray Lewis las honum pistilinnRay Lewis faðmar Phelps að sér.vísir/gettyPhelps fór ekki út úr húsi í fjóra daga og viðurkennir í viðtali við Sports Illustrated að hann hafi verið í erfiðum málum. „Ég var á afar dimmum stað og vildi ekki lifa lengur," segir Phelps en hann var þakklátur fyrir stuðninginn sem hann fékk frá sínu fólki á þessum tíma. Sérstaklega Lewis sem tók hann hraustlega í gegn. „Ég gaf honum það hrátt. Hann fékk að heyra ískaldan sannleikann frá mér. Ég spurði hann einfaldlega hvað í fjandanum hann væri að gera við líf sitt," segir Lewis og Phelps staðfestir að hafa fengið svakalega ræðu frá Lewis. Hann er einmitt frægur fyrir hvetjandi ræður sínar. Viku síðar samþykkti Phelps að fara í meðferð og byrja að byggja sig upp andlega á nýjan leik. Systir hans segir að Phelps hafi verið eins og hræddur smástrákur á leiðinni í meðferðina. Við lendingu var hann einn. „Ég þurfti að skila símanum mínum og fara inn á herbergið mitt. Ég hef aldrei verið jafn hræddur um ævina," sagði Phelps. 45 dögum síðar var hann aftur kominn ofan í sundlaugina. Smám saman fann hann gleðina og taktinn á ný þó svo hann væri í banni og mætti ekki taka þátt á HM. Hann hefur aftur á móti synt á tímum í ár sem hefði skilað honum þremur gullverðlaunum á HM. Tekur ekki einn sopa af áfengi fram að ÓLPhelps líður best í lauginni og hefur ekki alltaf gengið sem best að fóta sig á þurru landi.vísir/gettyPhelps virðist vera hamingjusamur maður í dag. Hefur ekki misst úr æfingu og ætlar ekki að drekka einn bjór fyrr en Ólympíuleikunum lýkur í ágúst á næsta ári. Hann á sér nýtt markmið og það er að fara á ÓL í Ríó og bæta við fleiri verðlaunum. Hann hefur þegar unnið 22 verðlaun á ÓL. Þar af á hann 18 gull. Þetta eru met sem verða seint slegin. „Ég hef ekki tekið einn sopa af áfengi og það kemur ekki fyrir að ég missi af æfingu þar sem ég er þunnur. Ég mun ekki drekka einn sopa fyrir leikana. Líkamsfitan hefur hrunið niður hjá mér og ég er grennri en áður. Árangurinn hefur verið að koma því ég hef aldrei hugsað eins vel um sjálfan mig," segir Phelps. Sundþjálfarar í Bandaríkjunum sem hafa fylgst með Phelps segja að ástand hans sé það gott að hann eigi enn eftir að bæta sig. Hann muni bæta eigin heimsmet á komandi mánuðum. Það bendir því flest til þess að tólf árum eftir að hann tók fyrst þátt á Ólympíuleikum muni hann mæta til leiks sem sá sigurstranglegasti í að minnsta kosti þrem greinum. Hann verður þá orðinn 31 árs gamall en enginn sundmaður yfir þrítugu hefur unnið til verðlauna á ÓL.18 gullverðlaun eru komin hjá Phelps og hann ætlar að halda áfram að endurskrifa söguna á ÓL í Ríó næsta sumar.vísir/getty
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Sjá meira