Endurbótalán er að sliga Dómkirkjuna Garðar ÖrnÚlfarsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Danskur tígulsteinn sem notaður var í stækkun Dómkirkjunnar um miðja nítjándu öld veðraðist illa og var skipt út fyrir grágrýti fyrir um fimmtán árum. Fréttablaðið/GVA Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður. Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur og Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar, segja söfnuðinn ekki standa undir afborgunum af láni sem tekið var vegna endurbóta á kirkjunni og biðja fjárlaganefnd Alþingis um aukið framlag. Fram kemur í bréfi Hjálmars og Marinós til fjárlaganefndar að umfangsmiklar endurbætur sem gerðar voru á Dómkirkjunni á árunum 1999 og 2000 hafi kostað 210 milljónir króna. Meðal annars var skipt út dönskum tígulsteini fyrir íslenskan grástein á þeim hluta kirkjunnar sem stækkaður var árin 1846 og 1847.Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í hluta gamla Iðnaðarmannafélagshússins við Lækjargötu var veðsett vegna endurbóta á kirkjunni. Fréttablaðið/GVA„Fjármögnun að hálfu, um það bil 100 milljónir króna, var sparnaður af hálfu safnaðarins, gjafafé og nokkur opinber framlög. Eftirstöðvarnar, sirka 110 milljónir, voru teknar að láni hjá SPRON. Lánið er verðtryggt, með veði í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a (Iðnaðarmannafélagshúsinu),“ rekja Hjálmar og Marinó í bréfi sínu. Fram kemur að Alþingi hafi samþykkt að ríkissjóður borgaði 5 milljónir króna í láninu á hverju ári og að sú greiðsla myndi hækka í takt við lánskjaravísitölu. Framlagið hafi þó verið skorið niður og sé 4,7 milljónir á þessu ári. „Nú er svo komið að lán þetta er orðið mjög íþyngjandi fyrir söfnuðinn,“ skrifa Hjálmar og Marinó. „Sóknargjöld hafa dregist verulega saman bæði vegna skerðingar og einnig vegna fækkunar sóknarbarna. Alltaf hefur þó verið staðið í skilum en þó þurfti að lengja í láninu fyrir nokkrum árum. Þetta tókst með því að skera svo verulega niður í safnaðarstarfinu að orðið er alls óviðunandi fyrir dómkirkju landsins.“Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Fréttablaðið/ValliUndanfarin ár hefur Dómkirkjan verið rekin með halla, segja Hjálmar og Marinó. Nú sé ekki lengur hægt að standa í skilum með lánið og ekki fyrirséð hvernig halda eigi safnaðarstarfinu uppi. Dómkirkjan sé ekki aðeins sóknarkirkja tæplega fjögur þúsund manna, heldur einnig kirkja biskups, Alþingis og þjóðarinnar allrar. „Ekki er okkur kunnugt um að endurreisn dómkirkna meðal þjóðanna í okkar heimshluta sé greidd af söfnuði kirkjunnar meðal einnar kynslóðar,“ undirstrika þeir séra Hjálmar og Marinó sóknarnefndarformaður.
Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira