Styrkjum lögregluna Ögmundur Jónasson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Starf lögreglumanns er án efa eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Það getur verið vandasamt, krefst góðrar menntunar, margvíslegrar þjálfunar og innsæis auk þess að til lögreglustarfa eiga aðeins að veljast vel gerðir og yfirvegaðir einstaklingar. Þannig þarf að búa að menntun lögreglumanna, kjörum þeirra og starfsaðstöðu að nákvæmlega svona einstaklingar veljist til starfans. Á árunum eftir hrun sætti lögreglan miklum niðurskurði eins og annar rekstur á vegum hins opinbera. Á ársgrundvelli nam niðurskurðurinn um þremur milljörðum króna. Munar um minna. Sem ráðherra í ríkisstjórn bar ég ábyrgð á þessum niðurskurði. Þeirri ábyrgð mætti ég með því að hlaupast aldrei undan henni heldur gera skilmerkilega og heiðarlega grein fyrir niðurskurðinum og afleiðingum hans. Undir lok síðasta kjörtímabils, þegar hylla tók undir betri tíð, var þverpólitískri nefnd falið að gera tillögur um hvernig standa skyldi að endurreisn lögreglunnar. Sammæltust þingmenn úr öllum flokkum um að bæta upp það sem skorið hefði verið niður og bæta síðan um betur, þótt ég minnti á við umræðu um málið að það yrði að ráðast af efnahagnum hve fljótt það gæti gerst. En hinn þverpólitíski vilji var fyrir hendi.Grundvallaratriðið Sjálfur hafði ég á fjölmörgum fundum með lögreglumönnum, sannfærst um að grundvallaratriði væri að lögreglan sjálf byggi við öryggi. Það væri forsenda þess að hún gæti veitt samfélaginu tilhlýðilega vernd. Alltof mörg dæmi heyrði ég um fáskipaðar vaktir að sinna verkefnum sem aðeins voru á færi fjölmenns hóps. Sums staðar á landsbyggðinni var ástandið svo slæmt að jafnvel einn lögreglumaður þurfti að sinna erfiðum verkefnum þar sem iðulega var um langan veg að fara. Sama gilti um búnað. Hann var ekki alls staðar sem skyldi. Mikilvægasta tæki lögreglumannsins er farartækið. Þegar farið var að þrengja að lögreglunni fjárhagslega var ein leiðin sú að setja þak á leyfilega keyrslu hverrar bifreiðar. Að sjálfsögðu var þetta gert með þeim sveigjanleika að fyrirkomulagið raskaði ekki grundvallaröryggi. Þegar hins vegar allt þetta lagðist saman – niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það öryggi sem við sækjumst eftir. Veik lögregla með byssur er ekki það sem við þurfum á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Starf lögreglumanns er án efa eitt mikilvægasta starf samfélagsins. Það getur verið vandasamt, krefst góðrar menntunar, margvíslegrar þjálfunar og innsæis auk þess að til lögreglustarfa eiga aðeins að veljast vel gerðir og yfirvegaðir einstaklingar. Þannig þarf að búa að menntun lögreglumanna, kjörum þeirra og starfsaðstöðu að nákvæmlega svona einstaklingar veljist til starfans. Á árunum eftir hrun sætti lögreglan miklum niðurskurði eins og annar rekstur á vegum hins opinbera. Á ársgrundvelli nam niðurskurðurinn um þremur milljörðum króna. Munar um minna. Sem ráðherra í ríkisstjórn bar ég ábyrgð á þessum niðurskurði. Þeirri ábyrgð mætti ég með því að hlaupast aldrei undan henni heldur gera skilmerkilega og heiðarlega grein fyrir niðurskurðinum og afleiðingum hans. Undir lok síðasta kjörtímabils, þegar hylla tók undir betri tíð, var þverpólitískri nefnd falið að gera tillögur um hvernig standa skyldi að endurreisn lögreglunnar. Sammæltust þingmenn úr öllum flokkum um að bæta upp það sem skorið hefði verið niður og bæta síðan um betur, þótt ég minnti á við umræðu um málið að það yrði að ráðast af efnahagnum hve fljótt það gæti gerst. En hinn þverpólitíski vilji var fyrir hendi.Grundvallaratriðið Sjálfur hafði ég á fjölmörgum fundum með lögreglumönnum, sannfærst um að grundvallaratriði væri að lögreglan sjálf byggi við öryggi. Það væri forsenda þess að hún gæti veitt samfélaginu tilhlýðilega vernd. Alltof mörg dæmi heyrði ég um fáskipaðar vaktir að sinna verkefnum sem aðeins voru á færi fjölmenns hóps. Sums staðar á landsbyggðinni var ástandið svo slæmt að jafnvel einn lögreglumaður þurfti að sinna erfiðum verkefnum þar sem iðulega var um langan veg að fara. Sama gilti um búnað. Hann var ekki alls staðar sem skyldi. Mikilvægasta tæki lögreglumannsins er farartækið. Þegar farið var að þrengja að lögreglunni fjárhagslega var ein leiðin sú að setja þak á leyfilega keyrslu hverrar bifreiðar. Að sjálfsögðu var þetta gert með þeim sveigjanleika að fyrirkomulagið raskaði ekki grundvallaröryggi. Þegar hins vegar allt þetta lagðist saman – niðurskurður á niðurskurð ofan þá fór óneitanlega að syrta í álinn. Í ofanálag bættist óánægja lögreglumanna með kjör sín og síðast en ekki síst má ekki gleyma að verkefnin gerðust erfiðari og jafnvel hættulegri. Við þessu þarf að bregðast. En ekki með því að vopna lögregluna í ríkara mæli en þegar er orðið. Lögregla sem sækir styrk í byssuna verður aldrei sterk lögregla. Hún kemur hvorki til með að veita sjálfri sér né þegnum þessa lands það öryggi sem við sækjumst eftir. Veik lögregla með byssur er ekki það sem við þurfum á að halda.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun