Porsche styður UNICEF Finnur Thorlacius skrifar 27. nóvember 2015 16:01 Porsche hóf formlegt samstarf sitt við borgaryfirvöld í Stuttgart og Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna með fyrsta styrknum uppá 14 milljóna króna. Þýski bílaframleiðandinn Porsche hefur látið fjárframlag renna til menntunarverkefnis ætlað börnum sýrlenskra flóttamanna í Mardin, sem er borg á landamærum Sýrlands og Tyrklands. „Porsche vill láta til sín taka við að bæta aðstæður barna um allan heim og styrkja réttindi þeirra á öllum sviðum,“ segir Andreas Haffner, stjórnarmaður í mannauðsráði Porsche AG, við afhendingu á fyrsta framlaginu í ráðhúsi Stuttgart. „Við ætlum að styðja við mörg verkefni hjá Barnahjálp sameinuðu þjóðanna á komandi ári, í samvinnu við borgaryfirvöld í Stuttgart.“ UNICEF hefur verið í nánu samstarfi, til eins árs í senn, við stórborgir í Þýskalandi sem og höfuðborgir margra ríkja síðan 1991. Samstarfið við Stuttgart hófst 20. nóvember sl., en sá dagur er helgaður réttindum barna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Börnin eru mestu verðmæti heimsins. Börn þurfa að eiga framtíðarsýn í öllum heimshlutum og búa við traust, öryggi og skjól frá ofbeldi og hvers konar misnotkun. Porsche styður baráttu Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, á þessum vettvangi jafnt í Þýskalandi sem á heimsvísu. Við erum sérlega stolt yfir því,“ segir Andreas Haffner hjá Porsche. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent
Þýski bílaframleiðandinn Porsche hefur látið fjárframlag renna til menntunarverkefnis ætlað börnum sýrlenskra flóttamanna í Mardin, sem er borg á landamærum Sýrlands og Tyrklands. „Porsche vill láta til sín taka við að bæta aðstæður barna um allan heim og styrkja réttindi þeirra á öllum sviðum,“ segir Andreas Haffner, stjórnarmaður í mannauðsráði Porsche AG, við afhendingu á fyrsta framlaginu í ráðhúsi Stuttgart. „Við ætlum að styðja við mörg verkefni hjá Barnahjálp sameinuðu þjóðanna á komandi ári, í samvinnu við borgaryfirvöld í Stuttgart.“ UNICEF hefur verið í nánu samstarfi, til eins árs í senn, við stórborgir í Þýskalandi sem og höfuðborgir margra ríkja síðan 1991. Samstarfið við Stuttgart hófst 20. nóvember sl., en sá dagur er helgaður réttindum barna hjá Sameinuðu þjóðunum. „Börnin eru mestu verðmæti heimsins. Börn þurfa að eiga framtíðarsýn í öllum heimshlutum og búa við traust, öryggi og skjól frá ofbeldi og hvers konar misnotkun. Porsche styður baráttu Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, á þessum vettvangi jafnt í Þýskalandi sem á heimsvísu. Við erum sérlega stolt yfir því,“ segir Andreas Haffner hjá Porsche.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent