Ástandið hjá lélegasta liði NBA-deildarinnar, Philadelphia 76ers, heldur áfram að versna.
Nú voru að berast tíðindi af því að leikmaður liðsins, Jahlil Okafor, hefði slegist við stuðningsmenn út á götu í Boston.
Einn stuðningmannanna á að hafa sagt að liðið væri ömurlegt og leikmenn liðsins aumingjar. Okafor tók því ekki vel. Reifst við mennina á móti og slóst svo við þá. Á myndbandi sést Okafor kýla einn þeirra í andlitið. Sá sér líklega enn stjörnur og fugla.
76ers ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en það hefur verið rannsakað í þaula.
Okafor var valinn númer þrjú í síðasta nýliðavali NBA-deildarinnar. Hann er stigahæsti leikmaður liðsins í vetur.
Sixers er búið að tapa öllum 16 leikjum sínum í vetur og 26 leikjum í röð.
Leikmaður Sixers slóst við stuðningsmenn
