Pútín opnar á nánara samstarf með Bandaríkjunum gegn ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 20:57 Putin og Hollande voru bara nokkuð sprækir á fundi sínum fyrr í kvöld. Vísir/Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar séu reiðubúnir til þess að starfa nánar með Bandaríkjunum og bandamönnum í baráttunni gegn Isis. Pútín og Francois Hollande Frakklandsforseti funduðu í Moskvu fyrr í kvöld. Forsetarnir sammældust um að samhæfa loftárásir sínar í Sýrlandi svo að komist yrði hjá því að loftárásir beindust að hópum gegn ISIS en því hefur verið haldið fram að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist ekki eingöngu að ISIS.Forsetarnir sammældust um að heryfirvöld og leyniþjónustur ríkjanna myndi samhæfa aðgerðir sínar í Sýrlandi og skiptast á mikilvægum upplýsingum. Í yfirlýsingu sem Hollande gaf frá sér eftir fundinn lagði hann áherslu á að Bashar al-Assad forseti Sýrlands yrði að víkja en um þetta voru Pútín og Hollande ekki sammála. Rússlandforseti hefur alla tíð haldið því fram að Assad sé mikilvægur hluti af framtíð Sýrlands. Sagði hann að íbúar Sýrlands þyrftu að eiga lokaorðið varðandi framtíð Assad og að sýrlenski herinn væri mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn ISIS. Þrátt fyrir að lýsa yfir auknum samstarfsvilja við Bandaríkin gagnrýndi Pútín Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu á þriðjudaginn enda væru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15 Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00 Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33 Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar séu reiðubúnir til þess að starfa nánar með Bandaríkjunum og bandamönnum í baráttunni gegn Isis. Pútín og Francois Hollande Frakklandsforseti funduðu í Moskvu fyrr í kvöld. Forsetarnir sammældust um að samhæfa loftárásir sínar í Sýrlandi svo að komist yrði hjá því að loftárásir beindust að hópum gegn ISIS en því hefur verið haldið fram að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist ekki eingöngu að ISIS.Forsetarnir sammældust um að heryfirvöld og leyniþjónustur ríkjanna myndi samhæfa aðgerðir sínar í Sýrlandi og skiptast á mikilvægum upplýsingum. Í yfirlýsingu sem Hollande gaf frá sér eftir fundinn lagði hann áherslu á að Bashar al-Assad forseti Sýrlands yrði að víkja en um þetta voru Pútín og Hollande ekki sammála. Rússlandforseti hefur alla tíð haldið því fram að Assad sé mikilvægur hluti af framtíð Sýrlands. Sagði hann að íbúar Sýrlands þyrftu að eiga lokaorðið varðandi framtíð Assad og að sýrlenski herinn væri mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn ISIS. Þrátt fyrir að lýsa yfir auknum samstarfsvilja við Bandaríkin gagnrýndi Pútín Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu á þriðjudaginn enda væru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15 Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00 Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33 Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15
Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00
Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33
Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00
Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52