Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Keflavík 97-91 | Stólarnir fyrstir til að leggja Keflavík Ísak Óli Traustason í Síkinu skrifar 26. nóvember 2015 21:45 Darrell Lewis og félagar unnu ósigrað lið Keflavíkur í kvöld. vísir/vilhelm Keflvíkingar mættu ósigraðir í Síkið á Sauðárkróki í kvöld. Heimamenn voru staðráðnir að breyta því og það tókst að lokum eftir stórskemmtilegan körfubolta leik. Lokatölur 97-91 heimamönnum í vil. Þetta byrjaði með hvelli og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Tindastóll leiddu eftir fyrsta leikhluta 31 – 23. Keflvík minntu á sig í öðrum leikhluta og komust í kjölfarið yfir rétt fyrir lok hálfleiksins en Darrel Keith Lewis endaði annan leikhluta með þriggja stiga körfu í lokin og jafnaði þar með leikinn í 54 – 54 og undirstrikaði frábæran fyrri hálfleik sinn. Hann var kominn með 18 stig og hinum megin var Earl Brown Jr. ekki síðri einnig með 18 stig. Veislan hélt áfram í þriðja leikhluta og áfram var janfræði með liðunum. Baráttan var mikil og heimamenn leiddu eftir þriðja leiklhuta 74 – 71. Það virtist sem að heimamenn væru að ná góðum tökum á leiknum í fjórða leikhluta og leiddu leikinn með 10 sitgum á köflum en Keflavík náðu að minnka muninn aftur. Það var við hæfi að Darrel Lewis kom heimamönnum þrem stigum yfir með því að skora og fá villu að auki. Hann skoraði úr vítinu og heimamenn stóðu vörnina vel í lokin og kláruðu síðan dæmið á vítalínunni. Leikurinn var mikil skemmtum og voru margir að spila vel í dag. Hjá heimamönnum voru það Darrel Keith Lewis og Jerome Hill sem að drógu vagninn, Pétur Rúnar Birgisson og Ingvi Rafn Ingvarsson minntu á sig með góðri spilamennsku. Hjá gestunum var það Earl Brown Jr. sem var bestur. Hinn stórskemmtilegi Reggie Dupree og Valur Orri áttu líka góðan dag. Sterkur heimasigur staðreynd hjá Tindastól og þeir eru því búinir að sigra 4 leiki og tapa 4. Fyrsta tap Keflvíkinga staðreynd í kvöld.Tindastóll-Keflavík 97-91 (31-23, 23-31, 20-17, 23-20)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 32/4 fráköst, Jerome Hill 20/15 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Svavar Atli Birgisson 7/5 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 2, Helgi Rafn Viggósson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 27/6 fráköst, Valur Orri Valsson 18/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 14, Magnús Þór Gunnarsson 11, Magnús Már Traustason 8, Guðmundur Jónsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3.Helgi: Erum að verða betri Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var sáttur í leikslok í kvöld aðspurður út í leikinn sagði Helgi: „Þetta er góður liðssigur hér í kvöld og við gerðum það sem að við áttum að gera og það skilaði sér á móti sterku Keflavíkurliði.” Það voru mikil læti í síkinu og stuðningsmannasveitin Grettismenn fóru á kostum. Helgi var að vonum sáttur með stuðninginn. „Þetta eru frábærir áhorfendur sem að við höfum hér í kvöld, hvort sem að við erum fyrir sunnan eða hér, þeir fylgja okkur hvert sem er og ég þakka þeim kærlega fyrir stuðningin”. „Við gerðum fullt af góðum hlutum og höldum því áfram, en þetta tekur tíma og við erum að verða betri” sagði Helgi.Ingvi: Gríðarlega stór sigur Ingvi Rafn Ingvarsson, leikmaður Tindastóls, átti góðan dag í dag og hafði þetta að segja um leikinn. „Þetta er gríðarlega stór sigur, við erum búnir að vera í smá ströggli og það er frábært að taka þennan Keflavíkurleik hér á heimavell, þeir eru ósigraðir þannig að þetta er bara frábært.” Aðspurður út í leik sinn í kvöld sagðist Ingvi vera sáttur við sitt hlutverk og bætti við að. „Ég er búinn að vera smá meiddur sem að setti strik í reikningin.” „Við gefumst aldrei upp, vissum að þeir kæmu með áhlaup á okkur en við svöruðum því vel í dag og náðum að klára þetta í lokin,” sagði Ingvi að lokum.Costa: Viðhorfið hjá liðinu fullkomið allan leikinn José Costa, þjálfari Tindasóls, var að vonum ánægður þegar að blaðamaður náði tali af honum. „Þetta er fyrsti heimaleikurinn og ég vil byrja á því að þakka áhorfendunum fyrir stuðningin hér í kvöld. Keflavík er sterkt lið og voru ósigraðir í vetur og ég er ánægður að vinna þá,“ sagði Costa. „Ég er ánægður með spilamennsku minna manna. Þetta verður erfitt en við erum að verða betri með hverjum deginum.“ „Við börðumst allan leikinn. Keflavík refsar fyrir mistök og þurfum að reyna að minka þau. Viðhorfið var fullkomið allan leikinn, bekkurinn góður allir voru til staðar og gerðu það sem að þeir áttu að gera,” sagði Costa. Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Keflvíkingar mættu ósigraðir í Síkið á Sauðárkróki í kvöld. Heimamenn voru staðráðnir að breyta því og það tókst að lokum eftir stórskemmtilegan körfubolta leik. Lokatölur 97-91 heimamönnum í vil. Þetta byrjaði með hvelli og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Tindastóll leiddu eftir fyrsta leikhluta 31 – 23. Keflvík minntu á sig í öðrum leikhluta og komust í kjölfarið yfir rétt fyrir lok hálfleiksins en Darrel Keith Lewis endaði annan leikhluta með þriggja stiga körfu í lokin og jafnaði þar með leikinn í 54 – 54 og undirstrikaði frábæran fyrri hálfleik sinn. Hann var kominn með 18 stig og hinum megin var Earl Brown Jr. ekki síðri einnig með 18 stig. Veislan hélt áfram í þriðja leikhluta og áfram var janfræði með liðunum. Baráttan var mikil og heimamenn leiddu eftir þriðja leiklhuta 74 – 71. Það virtist sem að heimamenn væru að ná góðum tökum á leiknum í fjórða leikhluta og leiddu leikinn með 10 sitgum á köflum en Keflavík náðu að minnka muninn aftur. Það var við hæfi að Darrel Lewis kom heimamönnum þrem stigum yfir með því að skora og fá villu að auki. Hann skoraði úr vítinu og heimamenn stóðu vörnina vel í lokin og kláruðu síðan dæmið á vítalínunni. Leikurinn var mikil skemmtum og voru margir að spila vel í dag. Hjá heimamönnum voru það Darrel Keith Lewis og Jerome Hill sem að drógu vagninn, Pétur Rúnar Birgisson og Ingvi Rafn Ingvarsson minntu á sig með góðri spilamennsku. Hjá gestunum var það Earl Brown Jr. sem var bestur. Hinn stórskemmtilegi Reggie Dupree og Valur Orri áttu líka góðan dag. Sterkur heimasigur staðreynd hjá Tindastól og þeir eru því búinir að sigra 4 leiki og tapa 4. Fyrsta tap Keflvíkinga staðreynd í kvöld.Tindastóll-Keflavík 97-91 (31-23, 23-31, 20-17, 23-20)Tindastóll: Darrel Keith Lewis 32/4 fráköst, Jerome Hill 20/15 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 12, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/5 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Svavar Atli Birgisson 7/5 fráköst, Viðar Ágústsson 5, Darrell Flake 2, Helgi Rafn Viggósson 2.Keflavík: Earl Brown Jr. 27/6 fráköst, Valur Orri Valsson 18/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 14, Magnús Þór Gunnarsson 11, Magnús Már Traustason 8, Guðmundur Jónsson 6, Davíð Páll Hermannsson 4, Ágúst Orrason 3.Helgi: Erum að verða betri Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var sáttur í leikslok í kvöld aðspurður út í leikinn sagði Helgi: „Þetta er góður liðssigur hér í kvöld og við gerðum það sem að við áttum að gera og það skilaði sér á móti sterku Keflavíkurliði.” Það voru mikil læti í síkinu og stuðningsmannasveitin Grettismenn fóru á kostum. Helgi var að vonum sáttur með stuðninginn. „Þetta eru frábærir áhorfendur sem að við höfum hér í kvöld, hvort sem að við erum fyrir sunnan eða hér, þeir fylgja okkur hvert sem er og ég þakka þeim kærlega fyrir stuðningin”. „Við gerðum fullt af góðum hlutum og höldum því áfram, en þetta tekur tíma og við erum að verða betri” sagði Helgi.Ingvi: Gríðarlega stór sigur Ingvi Rafn Ingvarsson, leikmaður Tindastóls, átti góðan dag í dag og hafði þetta að segja um leikinn. „Þetta er gríðarlega stór sigur, við erum búnir að vera í smá ströggli og það er frábært að taka þennan Keflavíkurleik hér á heimavell, þeir eru ósigraðir þannig að þetta er bara frábært.” Aðspurður út í leik sinn í kvöld sagðist Ingvi vera sáttur við sitt hlutverk og bætti við að. „Ég er búinn að vera smá meiddur sem að setti strik í reikningin.” „Við gefumst aldrei upp, vissum að þeir kæmu með áhlaup á okkur en við svöruðum því vel í dag og náðum að klára þetta í lokin,” sagði Ingvi að lokum.Costa: Viðhorfið hjá liðinu fullkomið allan leikinn José Costa, þjálfari Tindasóls, var að vonum ánægður þegar að blaðamaður náði tali af honum. „Þetta er fyrsti heimaleikurinn og ég vil byrja á því að þakka áhorfendunum fyrir stuðningin hér í kvöld. Keflavík er sterkt lið og voru ósigraðir í vetur og ég er ánægður að vinna þá,“ sagði Costa. „Ég er ánægður með spilamennsku minna manna. Þetta verður erfitt en við erum að verða betri með hverjum deginum.“ „Við börðumst allan leikinn. Keflavík refsar fyrir mistök og þurfum að reyna að minka þau. Viðhorfið var fullkomið allan leikinn, bekkurinn góður allir voru til staðar og gerðu það sem að þeir áttu að gera,” sagði Costa. Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira