Ekki unnið eftir tímasettri áætlun um afnám verðtryggingar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 14:47 Fjármálaráðherra segir að unnið sé með málið í ráðuneytinu á grundvelli þess að það varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála. Vísir/Stefán Ekki er til nein tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um hvenær verðtryggingin verður afnumin. Björgvin G. vildi svör um áætlun stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Varðar heildarsýn á húsnæðismálin Í svarinu kemur fram að unnið sé eftir tillögum starfshóps á vegum stjórnvalda sem skilaði skýrslu með tillögum um breytingu á lögum um verðtryggingu árið 2014. Þar er ekki lagt til afnám verðtryggingar, eða bann við henni, heldur bann við ákveðnum tegundum verðtryggðra lána. Bjarni segir í svarinu að breytingarnar sem lagðar eru til í skýrslunni varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála og því séu þær skoðaðar á þeim grundvelli í ráðuneytinu, en ekki eftir tímasettri áætlun. Skrefin sem nefndin lagði til að verði tekin í átt að fullu afnámi verðtryggingar voru: óheimilt yrði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána yrði lengdur í allt að 10 ár, takmarkanir yrðu gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána, og hvati yrði aukinn til töku og veitingar óverðtryggðra lána. Elsa Lára fékk svar við sinni fyrirspurn í gærkvöldi.Vísir/Pjetur Verðtryggðar eignir eru lán heimilanna „Unnið er að áhrifamati tillagnanna og hefur í því skyni verið óskað eftir greiningum og álitum frá eftirlitsstofnunum. Þá hefur ráðuneytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem mögulegar eru til að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur fasteigna,“ segir Bjarni í svarinu. Þetta er annað svarið sem Bjarni leggur fram á þingi á tveimur dögum sem snúa að verðtryggingu. Í gærkvöldi svaraði hann fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hlutfall verðtryggðra lána til heimila af öllum verðtryggðum eignum stóru viðskiptabankanna þriggja. Elsa Lára sagði í samtali við fréttastofu um þetta í morgun að það hefði komið henni á óvart að yfir 60 prósent verðtryggðra eigna bankanna væru lán til heimilanna. Þar af voru 57 prósent lán með veði í fasteignum. Alþingi Tengdar fréttir Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Ekki er til nein tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um hvenær verðtryggingin verður afnumin. Björgvin G. vildi svör um áætlun stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Varðar heildarsýn á húsnæðismálin Í svarinu kemur fram að unnið sé eftir tillögum starfshóps á vegum stjórnvalda sem skilaði skýrslu með tillögum um breytingu á lögum um verðtryggingu árið 2014. Þar er ekki lagt til afnám verðtryggingar, eða bann við henni, heldur bann við ákveðnum tegundum verðtryggðra lána. Bjarni segir í svarinu að breytingarnar sem lagðar eru til í skýrslunni varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála og því séu þær skoðaðar á þeim grundvelli í ráðuneytinu, en ekki eftir tímasettri áætlun. Skrefin sem nefndin lagði til að verði tekin í átt að fullu afnámi verðtryggingar voru: óheimilt yrði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána yrði lengdur í allt að 10 ár, takmarkanir yrðu gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána, og hvati yrði aukinn til töku og veitingar óverðtryggðra lána. Elsa Lára fékk svar við sinni fyrirspurn í gærkvöldi.Vísir/Pjetur Verðtryggðar eignir eru lán heimilanna „Unnið er að áhrifamati tillagnanna og hefur í því skyni verið óskað eftir greiningum og álitum frá eftirlitsstofnunum. Þá hefur ráðuneytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem mögulegar eru til að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur fasteigna,“ segir Bjarni í svarinu. Þetta er annað svarið sem Bjarni leggur fram á þingi á tveimur dögum sem snúa að verðtryggingu. Í gærkvöldi svaraði hann fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hlutfall verðtryggðra lána til heimila af öllum verðtryggðum eignum stóru viðskiptabankanna þriggja. Elsa Lára sagði í samtali við fréttastofu um þetta í morgun að það hefði komið henni á óvart að yfir 60 prósent verðtryggðra eigna bankanna væru lán til heimilanna. Þar af voru 57 prósent lán með veði í fasteignum.
Alþingi Tengdar fréttir Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49