Ekki unnið eftir tímasettri áætlun um afnám verðtryggingar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 14:47 Fjármálaráðherra segir að unnið sé með málið í ráðuneytinu á grundvelli þess að það varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála. Vísir/Stefán Ekki er til nein tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um hvenær verðtryggingin verður afnumin. Björgvin G. vildi svör um áætlun stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Varðar heildarsýn á húsnæðismálin Í svarinu kemur fram að unnið sé eftir tillögum starfshóps á vegum stjórnvalda sem skilaði skýrslu með tillögum um breytingu á lögum um verðtryggingu árið 2014. Þar er ekki lagt til afnám verðtryggingar, eða bann við henni, heldur bann við ákveðnum tegundum verðtryggðra lána. Bjarni segir í svarinu að breytingarnar sem lagðar eru til í skýrslunni varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála og því séu þær skoðaðar á þeim grundvelli í ráðuneytinu, en ekki eftir tímasettri áætlun. Skrefin sem nefndin lagði til að verði tekin í átt að fullu afnámi verðtryggingar voru: óheimilt yrði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána yrði lengdur í allt að 10 ár, takmarkanir yrðu gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána, og hvati yrði aukinn til töku og veitingar óverðtryggðra lána. Elsa Lára fékk svar við sinni fyrirspurn í gærkvöldi.Vísir/Pjetur Verðtryggðar eignir eru lán heimilanna „Unnið er að áhrifamati tillagnanna og hefur í því skyni verið óskað eftir greiningum og álitum frá eftirlitsstofnunum. Þá hefur ráðuneytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem mögulegar eru til að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur fasteigna,“ segir Bjarni í svarinu. Þetta er annað svarið sem Bjarni leggur fram á þingi á tveimur dögum sem snúa að verðtryggingu. Í gærkvöldi svaraði hann fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hlutfall verðtryggðra lána til heimila af öllum verðtryggðum eignum stóru viðskiptabankanna þriggja. Elsa Lára sagði í samtali við fréttastofu um þetta í morgun að það hefði komið henni á óvart að yfir 60 prósent verðtryggðra eigna bankanna væru lán til heimilanna. Þar af voru 57 prósent lán með veði í fasteignum. Alþingi Tengdar fréttir Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Ekki er til nein tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um hvenær verðtryggingin verður afnumin. Björgvin G. vildi svör um áætlun stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Varðar heildarsýn á húsnæðismálin Í svarinu kemur fram að unnið sé eftir tillögum starfshóps á vegum stjórnvalda sem skilaði skýrslu með tillögum um breytingu á lögum um verðtryggingu árið 2014. Þar er ekki lagt til afnám verðtryggingar, eða bann við henni, heldur bann við ákveðnum tegundum verðtryggðra lána. Bjarni segir í svarinu að breytingarnar sem lagðar eru til í skýrslunni varði heildarsýn á framtíðarskipan húsnæðismála og því séu þær skoðaðar á þeim grundvelli í ráðuneytinu, en ekki eftir tímasettri áætlun. Skrefin sem nefndin lagði til að verði tekin í átt að fullu afnámi verðtryggingar voru: óheimilt yrði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána yrði lengdur í allt að 10 ár, takmarkanir yrðu gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána, og hvati yrði aukinn til töku og veitingar óverðtryggðra lána. Elsa Lára fékk svar við sinni fyrirspurn í gærkvöldi.Vísir/Pjetur Verðtryggðar eignir eru lán heimilanna „Unnið er að áhrifamati tillagnanna og hefur í því skyni verið óskað eftir greiningum og álitum frá eftirlitsstofnunum. Þá hefur ráðuneytið lagt áherslu á að meta þær aðgerðir sem mögulegar eru til að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur fasteigna,“ segir Bjarni í svarinu. Þetta er annað svarið sem Bjarni leggur fram á þingi á tveimur dögum sem snúa að verðtryggingu. Í gærkvöldi svaraði hann fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um hlutfall verðtryggðra lána til heimila af öllum verðtryggðum eignum stóru viðskiptabankanna þriggja. Elsa Lára sagði í samtali við fréttastofu um þetta í morgun að það hefði komið henni á óvart að yfir 60 prósent verðtryggðra eigna bankanna væru lán til heimilanna. Þar af voru 57 prósent lán með veði í fasteignum.
Alþingi Tengdar fréttir Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. 26. nóvember 2015 09:49