Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 09:49 Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. Vísir/Vilhelm Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“ Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira