„Rooney lítur hræðilega út“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 08:21 Wayne Rooney í leiknum í gær. Vísir/Getty Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Roy Keane og Paul Scholes tóku þátt í gullaldarárum Manchester United en þeir eru ekki hrifnir af því sem þeir sjá í leikjum liðanna þessa dagana. Manchester United gerði í gær markalaust jafntefli við PSV í Meistaradeild Evrópu en úrslitin þýða að liðið þarf helst að vinna Wolfsburg á útivelli í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Wolfsburg er efst í B-riðlinum með níu stig, United er með átta og PSV, sem á heimaleik gegn botnliði CSKA Moskvu á sama tíma, er með sjö.Sjá einnig: Ekkert mark á Old Trafford Scholes, sem er sérfræðingur hjá BT-sjónvarpsstöðinni, sagði eftir leikinn að varnarleikur United væri gegnheill en að það vantaði kraft í sóknarleikinn.Paul Scholes ræðir við Andy Cole og Ryan Giggs.Vísir/Getty„Maður sér lið eins og Bayern München og Barcelona en þar eru það sóknarmennirnir sem gera gæfumuninn,“ sagði Scholes sem bætti við að leikmenn United virtust þreyttir undir lok leiksins. „PSV var betra liðið síðustu 30 mínúturnar. Mér fannst þeir ekki í formi, United-mennirnir. Þeir virtust vera virkilega þreyttir.“ Roy Keane, sem starfar hjá ITV-sjónvarpsstöðinni, hellti sér yfir Wayne Rooney sem hefur ekki átt gott tímabil. Hann hefur skorað tvö mörk í síðustu tíu leikjum sínum.Sjá einnig: „Ef Young er United-leikmaður þá er ég Kínverji“ „Wayne mun verða goðsögn á Old Trafford og ferill hans hjá Manchester United hefur verið algjörlega frábær. En hann er fyrirliðinn og hann ber ákveðna ábyrgð. Hann verður að gera miklu meira,“ sagði Keane sem var sjálfur fyrirliði United til margra ára.Roy Keane.Vísir/Getty„Ég velti ávallt fyrir mér hvað leikmenn gera utan vallar. Í síðustu viku sá ég hann gefa glímumanni kinnhest og ég spyr mig af hverju hann er að taka þátt í svona vitleysu. Það gagnast honum ekki neitt.“Sjá einnig: Rooney sló glímukappa utan undir „Ég má fara út á kvöldin og njóta lífsins eins og hver annar en ef þú líkist ekki sjálfum þér þá verður þú að endurskoða allt og vera fyrirmynd. Hann var ekki fyrirmynd í kvöld. Hann virðist ekki skarpur og lítur hræðilega út.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Ekkert mark á Old Trafford Manchester United tókst ekki að skora þegar Hollandsmeistarar PSV Eindhoven komu í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Lokatölur 0-0. 25. nóvember 2015 21:30