Volvo XC90 jeppi ársins 2016 hjá Motor Trend Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2015 14:08 Volvo XC90 jeppinn. Nýi Volvo XC90 var nýlega valinn jeppi ársins 2016 af bandaríska bílablaðinu Motor Trend. Þetta er í annað sinn sem Volvo XC90 fær þessi virtu verðlaun. Volvo XC90 er byggður með nýrri undirvagnstækni Volvo sem kallast Scalable Products Architecture eða SPA. Ný kynslóð fjögurra strokka Drive-E vélanna býður upp á spennandi akstur en með miklu minni eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun. Eldsneytisnotkun nýju Drive-E D5 dísilvélarinnar í blönduðum akstri er aðeins 5,8 l/100 km og CO2 losun er einungis 152 g/km. Nýr Volvo XC90 setur ný viðmið varðandi öryggi bíla því hann býr yfir fullkomnasta öryggisstaðalbúnaði sem er fáanlegur á bílamarkaðnum í dag. Með Volvo XC90 voru frumsýndar tvær öryggisnýjungar, vörn við útafakstur og sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. „Allir hjá Volvo Cars eru sérlega stoltir af þessum verðlaunum“ sagði Lex Kerssemakers, forstjóri Volvo Cars í Norður Ameríku við afhendingu verðlaunanna. „Nýr Volvo XC90 markar nýtt upphaf fyrir Volvo og það sem mun einkenna framtíðar Volvo bíla.“ Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent
Nýi Volvo XC90 var nýlega valinn jeppi ársins 2016 af bandaríska bílablaðinu Motor Trend. Þetta er í annað sinn sem Volvo XC90 fær þessi virtu verðlaun. Volvo XC90 er byggður með nýrri undirvagnstækni Volvo sem kallast Scalable Products Architecture eða SPA. Ný kynslóð fjögurra strokka Drive-E vélanna býður upp á spennandi akstur en með miklu minni eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun. Eldsneytisnotkun nýju Drive-E D5 dísilvélarinnar í blönduðum akstri er aðeins 5,8 l/100 km og CO2 losun er einungis 152 g/km. Nýr Volvo XC90 setur ný viðmið varðandi öryggi bíla því hann býr yfir fullkomnasta öryggisstaðalbúnaði sem er fáanlegur á bílamarkaðnum í dag. Með Volvo XC90 voru frumsýndar tvær öryggisnýjungar, vörn við útafakstur og sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. „Allir hjá Volvo Cars eru sérlega stoltir af þessum verðlaunum“ sagði Lex Kerssemakers, forstjóri Volvo Cars í Norður Ameríku við afhendingu verðlaunanna. „Nýr Volvo XC90 markar nýtt upphaf fyrir Volvo og það sem mun einkenna framtíðar Volvo bíla.“
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent