Símarnir drepa í bandarískri umferð Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2015 09:38 Notkun síma við akstur er hættulegur leikur. Í Bandaríkjunum varð 8,1% aukning dauðaslysa á fyrri helmingi þessa árs. Er það á skjön við þróunina á síðustu áratugum, en dauðaslysum í umferðinni hefur stöðugt fækkað. Snjallsímum er kennt um þá neikvæðu þróun sem orðið hefur á árinu, þó svo engar nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um ástæðurnar. Erfitt getur reynst að sanna að notkun snjallsíma hafi valdið áreksti, en þó hefur tilfellum fjölgað þar sem sést hefur að ökumenn hafa verið að eiga við síma sína í árekstrum. Í fyrra fækkaði dauðaslysum og aldrei, frá því mælingar hófust, hafa þau verið færri á hvern ekna mílu í Bandaríkjunum. Þar varð 1,07 dauðaslys á hverjar milljón eknar mílur. Heildarfjöldi dauðaslysa í fyrra í Bandaríkjunum var 32.675. Ekki hefur orðið eins mikil fjölgun dauðaslysa á milli ára og nú síðan árið 1977 og vekur það ugg. Akstur í Bandaríkjunum hefur aukist um 4% á þessu ári og lágt verð bensíns virðist hafa átt þátt í því. Leitt hefur verið að því getum að með lægra eldsneytisverði aki ungir ökumenn meira en á síðustu árum og að það gæti átt þátt í aukningu dauðaslysa. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru ekki viðurlög við notkun síma í akstri, né heldur öryggisbeltaskylda eða notkun hjálma fyrir mótorhjólafólk. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Í Bandaríkjunum varð 8,1% aukning dauðaslysa á fyrri helmingi þessa árs. Er það á skjön við þróunina á síðustu áratugum, en dauðaslysum í umferðinni hefur stöðugt fækkað. Snjallsímum er kennt um þá neikvæðu þróun sem orðið hefur á árinu, þó svo engar nákvæmar upplýsingar liggi fyrir um ástæðurnar. Erfitt getur reynst að sanna að notkun snjallsíma hafi valdið áreksti, en þó hefur tilfellum fjölgað þar sem sést hefur að ökumenn hafa verið að eiga við síma sína í árekstrum. Í fyrra fækkaði dauðaslysum og aldrei, frá því mælingar hófust, hafa þau verið færri á hvern ekna mílu í Bandaríkjunum. Þar varð 1,07 dauðaslys á hverjar milljón eknar mílur. Heildarfjöldi dauðaslysa í fyrra í Bandaríkjunum var 32.675. Ekki hefur orðið eins mikil fjölgun dauðaslysa á milli ára og nú síðan árið 1977 og vekur það ugg. Akstur í Bandaríkjunum hefur aukist um 4% á þessu ári og lágt verð bensíns virðist hafa átt þátt í því. Leitt hefur verið að því getum að með lægra eldsneytisverði aki ungir ökumenn meira en á síðustu árum og að það gæti átt þátt í aukningu dauðaslysa. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna eru ekki viðurlög við notkun síma í akstri, né heldur öryggisbeltaskylda eða notkun hjálma fyrir mótorhjólafólk.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent